Málstofa mánudaginn 24. október, kl. 12:30

Jan Grimsrud Davidsen Jan Grimsrud Davidsen

Mánudaginn 24. október, kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Jan Grimsrud Davidsen flytur erindið: Can coastal zone planning mitigate conflicts between development in the coastal zone and the sea trout's marine feeding migration? / Getur strandsvæðaskipulag dregið úr árekstrum milli atvinnuþróunar á strandsvæðum og sjógöngu sjóbirtingsins?

Erindið verður flutt á ensku og streymt á YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar.

Ágrip

Átök milli náttúruverndar og samskipta af mannavöldum eins og þéttbýlismyndun, fiskeldi, fiskveiðar og afþreyingar í strandvistkerfum sjávar eru algeng og sundrandi fyrir samfélög. Í Evrópu getur aukin notkun strandsvæða fyrir fiskeldi í sjókvíum haft neikvæð áhrif á urriða (Salmo trutta, þ.e. sjóbirting). Sjóbirtingur er bæði efnahagslega mikilvægur og veitir mikilvæga vistkerfisþjónustu í mörgum löndum, þar á meðal í Noregi. Á síðustu 10-20 árum hefur hins vegar dregið verulega úr fjölda sjóbirtinga á mörgum svæðum. Sem dæmi má nefna að afli í norskum ám hefur minnkað um 23–70% á síðustu tveimur áratugum, að syðsta og nyrsta svæðinu undanskildu.

Þekking á líffræði, vistfræði og notkun sjógöngusilunga á búsvæðum er takmörkuð og ófullnægjandi til að skipuleggja sjálfbæra þróun strandsvæða með góðum árangri. Rannsóknaráætlunin "The secret life of sea trout" notar merkingar með hljóðmerkjum auk rannsókna á lífeðlisfræði, stöðugum efnasamsætum og genamengjarannsóknum til að skrásetja ferðir í sjó og búsvæðanotkun sjóbirtings frá nokkrum norskum fjörðum. Niðurstöðurnar sýna að sjóbirtingur sýnir fjölbreytta gönguhegðun eftir næringarástandi, kyni og gerð heimavatnsfallsins. Þannig geta hugsanleg neikvæð áhrif af þróun strandsvæða verið mismunandi milli einstaklinga og vatnsfalla.

Merkingar með hljóðmerkjum hafa verið notuð í nokkrum ármynnum og fjarðakerfum í Noregi til að skrásetja áhrif af mannavöldum, svo sem vegna strandsækinnar starfsemi og fiskeldis. Á sama tíma hefur búsvæðanotkun urriða verið rannsökuð í ósnortnum kerfum við Kerguelen-eyju til viðmiðunar. Þegar hefur verið sýnt að hagsmunaaðilar geta nýtt þessar niðurstöður þegar ákvarðanir eru teknar um staðsetningu nýrra fiskeldisstöðva og uppbyggingu innviða á strandsvæðum. Þátttaka almennings í rannsóknarverkefninu hefur veitt nærsamfélaginu menntunartækifæri, einkum ungmennum, og gert kleift að skiptast á staðbundinni og vísindalegri þekkingu og auðga þannig bæði samfélögin.

Um Jan
Jan Grimsrud Davidsen er rannsóknarprófessor í vistfræði ferskvatns við norska vísinda- og tækniháskólann (NTNU). Hann lauk doktorsprófi í ferskvatnsvistfræði frá Háskólanum í Tromsø (UiT). Rannsóknir hans hafa verið á sviði sjávargangna laxfiska, fæðuvistfræði og einstaklingsbundinnar hegðunar og tengjast bæði hagnýtum- og grunnrannsóknum.

Abstract
Conflicts between nature conservation and anthropogenic interactions like urbanization, aquaculture, fisheries and recreation in coastal marine ecosystems are common and divisive for communities. In Europe, the increasing use of near-coastal areas for sea cage aquaculture may negatively influence anadromous brown trout (Salmo trutta; a.k.a. sea trout). Sea trout provide important social and ecosystem services in many countries, including Norway. However, during the last 10-20 years, the abundance of sea trout has declined markedly in many regions. For example, catches in Norwegian rivers have declined by 23%–70% during the last two decades, excluding the southern- and northernmost areas.

Knowledge about the biology, ecology and habitat use of sea trout is limited and insufficient for successfully planning sustainable coastal developments. “The secret life of sea trout” research program is using acoustic telemetry linked with physiology, stable isotopes and genomics to document marine migrations and habitat use of anadromous brown trout from several Norwegian fjords. The findings show that sea trout exhibits diverse marine behavior in time and space depending on nutritional state, sex and morphology of the home watercourse. Thus, potential negative impacts from coastal developments may vary among individuals and watercourses.

Acoustic telemetry has been used in several estuaries and fjord systems in Norway to document potential conflicts with human influences such as different infrastructure and fish farming. At the same time, habitat use of sea trout has been studied in undisturbed and pristine estuaries at Kerguelen Island to serve as a reference.

The findings are used by stakeholders when decisions are made regarding locations of new fish farms and development of infrastructure in coastal areas. The participation of the public in the research project through community consultations has provided educational opportunities for the local communities, especially their youth, and has allowed for exchange of local and scientific knowledge, enriching both communities.

Bio
Jan Grimsrud Davidsen is a Research professor in freshwater ecology at the Norwegian University of Science and Technology (NTNU). He got his PhD in freshwater ecology from the University of Tromsø (UiT). His studies have been within the field of salmonid migrations, trophic niche use and individual behaviour and is linked to both applied and basic research.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?