Málstofa 9. desember kl. 12:30

Agnar Steinarsson t.v. og Ragnar Jóhannsson t.h. Agnar Steinarsson t.v. og Ragnar Jóhannsson t.h.

Fimmtudaginn 9. desember kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Agnar Steinarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun flytur erindið: Eldistilraunir með loðnu / Cultivation of capelin.

Fyrirlestur á YouTube

Úrdráttur
Í erindinu verður skýrt frá því að í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík hefur nú í fyrsta sinn á heimsvísu tekist að ala loðnu í eldisstöð. Loðna er lykiltegund í fæðuvistkerfinu í hafinu í kringum Ísland og mikilvægt er að skilja hvaða áhrif loftslagsbreytingar gætu haft á vöxt, fjölgun og útbreiðslu tegundarinnar á næstu áratugum. Vorið 2021 náðu starfsmenn stofnunarinnar, í góðri samvinnu við loðnusjómenn, að frjóvga og klekja út loðnuhrognum og hefja tilraunaeldi á loðnulirfum. Fóðrað var með örsmáu lifandi dýrasvifi og fljótlega kom í ljós að lirfurnar náðu að vaxa og dafna í stöðinni. Rúmum þremur mánuðum síðar var búið að venja tvö þúsund seiði á þurrfóður. Seiðin eru nú að meðaltali 10 sm á lengd og búist er við því að þau muni hrygna í stöðinni næsta sumar, aðeins rúmlega ársgömul. Í erindinu verða sýndar myndir og myndskeið af þroskunarferli seiðanna og skýrt frá niðurstöðum mælinga. Greint verður frá nýjum rannsóknaklefa stöðvarinnar og fyrirhuguðum rannsóknum á áhrifum súrnunar á vöxt og afkomu loðnulirfa. Fjallað verður um mögulegar eldisrannsóknir á loðnu á komandi árum.

Um Agnar
Agnar Steinarsson hefur starfað sem sérfræðingur á Fiskeldissviði Hafrannsóknastofnunar frá árinu 1992. Hann hefur haft umsjón með framkvæmd rannsóknaverkefna sem tengjast eldi eða líffræði ýmissa tegunda, svo sem þorsks, lax, bleikju, hrognkelsa, sandhverfu, sæeyrna, ígulkera o.fl. Á undanförnum árum hefur áherslan í rannsóknum að mestu leyti snúið að eldislaxi, svo sem rannsóknum á ófrjóum laxi og framleiðslu á hrognkelsum fyrir laxeldi á Íslandi og Færeyjum. Agnar er með B. Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Osló.

Agnar Steinarsson is a researcher with the Aquaculture Division at MFRI (Hafrannsóknastofnun). He joined the MFRI in 1992 and has since then supervised many research projects on various species, such as cod, salmon, charr, lumpfish, turbot, abalone, and sea urchins. During recent years his main research emphasis has been directed towards Atlantic salmon, such as research on sterile salmon and production of lumpfish for the salmon industry in Iceland and the Faroe Islands. Agnar has a B.Sc. in biology from the University of Iceland and a Cand. Scient. in marine biology from the University of Oslo.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?