Hafrannsóknastofnun tekur þátt í alþjóðlegu verkefni um þörungaeitur í fæðukeðju sjávar á norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga (Marine phycotoxins in the Arctic: an emerging climate change risk, vinnuheitið er PHATE).
Skarkoli (Pleuronectes platessa) er mikilvægur nytjafiskur á Íslandi en þó er lítið sem ekkert vitað um fæðuval hans fyrsta sumarið. Rannsókn sýnir fram á að fæðusamsetning ungviðisins breyttist þegar leið á sumarið og eftir stærð seiðanna. Burstaormar voru algengasti fæðuhópurinn allt sýnatökutímabilið, en botnlægar krabbaflær voru ríkjandi í júlí.