| Lýsing |
Ágrip
Í skýrslunni er fjallað um rannsóknir á fiskstofnum í Lagarfljóti, Gilsá og Rangá árin 2022 og 2024, auk fyrri rannsókna á fiskstofnum. Fiskar voru veiddir með lagnetum í Lagarfljóti og með rafveiðum í ánum, auk þess sem valdir umhverfisþættir voru mældir. Í silungsrannsóknum með netaveiðum, veiddust samtals 119 bleikjur og 74 urriðar árið 2022 og 193 bleikjur og 73 urriðar árið 2024. Talsvert fleiri bleikjur veiddust við Egilsstaði en Hallormsstað, en minni munur var á milli þessara staða hjá urriða. Bleikjurnar sem veiddust voru frá 10,6 til 34,6 cm langar, en urriðinn var 11,1 til 49 cm. Bleikjurnar voru á aldrinum eins til 17 ára, en urriðarnir tveggja til 23 ára. Meðallengd árganga bæði bleikju og urriða er lægri eftir virkjun, en fyrir. Fæða silungs hefur breyst frá því sem var fyrir virkjun, en vatnabobbi hvarf nánast alveg úr fæðu og hlutur vorflugna er minni en áður var. Í seiðarannsóknum í Gilsá veiddust bleikju-, laxa- og urriðaseiði. Í Rangá veiddust urriðaseiði, auk eins laxaseiðis á neðri stöðinni árið 2022 og 17 laxaseiða þar árið 2024.
Abstract
The report discusses fish stock research conducted in Lagarfljót, Gilsá, and Rangá in 2022 and 2024, along with comparisons to earlier studies. Fish were caught using gillnets in Lagarfljót, electrofishing in the rivers, and environmental parameters were also measured. In the gillnet surveys targeting salmonids, a total of 119 Arctic charr and 74 brown trout were caught in 2022, and 193 Arctic charr and 73 brown trout in 2024. Significantly more Arctic charr were caught near Egilsstaðir than Hallormsstaður, while the difference was smaller for brown trout. The Arctic charr ranged from 10.6 to 34.6 cm in length, and the brown trout from 11.1 to 49 cm. The age range of Arctic charr was 1 to 17 years, and brown trout 2 to 23 years. The average length of age groups for both species was lower after the construction of the hydroelectric plant than before. The diet of salmonids has changed since the power plant was built. Pond snails have almost disappeared from the stomach contents, and the proportion of caddisflies is lower than before. In the juvenile fish surveys, Arctic charr, Atlantic salmon, and brown trout juveniles were caught in Gilsá. In Rangá, brown trout juveniles were dominant, but one salmon juvenile was caught at the lower station in 2022 and 17 salmon juveniles in 2024. |