Lífríki og vistfræðilegt ástand í Grafarlæk. HV2023-30

Nánari upplýsingar
Titill Lífríki og vistfræðilegt ástand í Grafarlæk. HV2023-30
Lýsing

Ágrip

Í september 2022 gerði Hafrannsóknastofnun rannsókn á efnasamsetningu og lífríki í Grafarlæk sem unnin var fyrir ráðgjafafyrirtækið Alta. Rannsóknin var fjölþætt og náði til fiska, botnlægra hryggleysingja, þörunga og efnasamsetningu vatnsins í Grafarlæk. Rannsóknin sýndi að vistkerfið í Grafarlæk er óvenjulegt og víkur töluvert frá því sem búast mætti við í óröskuðu straumvatni á Íslandi. Efnastyrkur og lífmassi þörunga var hár, fábreytni var áberandi í tegundum/hópum þörunga og smádýra og þar fundust einungis flundra og regnbogasilungur, báðar tegundirnar eru tiltölulega nýjar í íslenskri náttúru og þar af hefur önnur líklegast sloppið úr eldistjörn ofar á vatnasviðinu. Vistfræðileg ástandsflokkun byggð á niðurstöðum rannsóknarinnar bendir til þess að Grafarlækur sé í ekki viðunandi ástandi eins og það er skilgreint í lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011.

Abstract

In September 2022, the Marine and Freshwater Research Institute conducted a study on riverine chemical composition and biology in Grafarlækur, a small creek in Reykjavík. The work was done for Alta consulting company. The research was a comprehensive study of fish, benthic invertebrates, algae, and water chemistry. The results of the study show that the ecosystem in the creek is unusual and deviates considerably from what would be expected in an undisturbed stream in Iceland. Concentrations of dissolved elements in the water was high and so was algal biomass. Diversity of species/groups of algae and invertebrates was low and only flounder and rainbow trout were found, of which both are fish species which are relatively new in Icelandic nature and one of them has most likely escaped from a fish farming pond which is on the watershed above the study area. The results indicate a moderate ecological status of Grafarlækur according to the European Water Framework Directive.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Blaðsíður 27
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð Þörungar, hryggleysingjar, regnbogasilungur, flundra, efnasamsetning vatns, líffræðilegir gæðaþættir, eðlisefnafræðilegir gæðaþættir, stjórn vatnamála, vatnatilskipun. Algae, invertibrates, rainbow trout, flounder, riverine chemical composition, biological quality elements, physico-chemical quality elements, Water Framework Directive
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?