Laxfiskar sem gæðaþáttur við ástandsflokkun ferskvatns á Íslandi HV2023-19

Nánari upplýsingar
Titill Laxfiskar sem gæðaþáttur við ástandsflokkun ferskvatns á Íslandi HV2023-19
Lýsing

Ágrip

Í þessari skýrslu er fjallað um aðferðir sem talið er að hægt sé að þróa til að meta vistfræðilegt ástand straum- og stöðuvatna á Íslandi út frá fiskstofnum. Fáar tegundir ferskvatnsfiska finnast hér á landi í samanburði við flest nágrannalönd okkar. Horft var sérstaklega til aðferða sem hafa verið þróaðar í Noregi við ástandsflokkun ferskvatns út frá fiskstofnum sem þar þrífast, en þar er tegundafjölbreytni fiska í fersku vatni víða lítil og sömu tegundir um að ræða og hér á landi, jafnframt hefur mikil vinna farið þar fram á síðustu árum við innleiðingu vatnatilskipunar. Í skýrslunni er gerð grein fyrir aðferðum sem skilgreindar hafa verið í Noregi, en sérstök áhersla lögð á að lýsa þeim aðferðum sem líklegastar eru til að nýtast við ástandsflokkun ferskvatnshlota á Íslandi. Það eru aðferðir sem byggja á gögnum um þéttleika fiska í ám og vötnum, hlutfall tegunda og upplýsingum um stofnfræðilega þætti fiskstofna. Mikið er til af gögnum um fiskstofna í ám og vötnum hér á landi og almennt eru aðferðir við söfnun og úrvinnsla gagna í fiskrannsóknum á Íslandi sambærilegar við þær aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Því er líklegt að fyrirliggjandi gögn um fiska í fersku vatni hérlendis séu af sambærilegum gæðum og gögn sem notuð hafa verið við í Noregi. Það er mat Hafrannsóknastofnunar að fyrirliggjandi gögn um fiskstofna í fersku vatni hér á landi nýtist við vistfræðilega ástandsflokkun ferskvatnshlota eins og kveðið er á um í lögum um stjórn vatnmála og eins við mat á vistmegin mikið breyttra vatnshlota.

Abstract

This report discusses methods that could be developed to assess the ecological status of rivers and lakes in Iceland based on fish population data. Compared to many neighbouring countries, species of freshwater fish are few in Iceland, but similar environmental conditions can be found in many areas in Norway. Therefore, the focus of this report is on methods that have been developed in Norway, of which some have the potential to be used as a base for classifying the status of rivers and lake waterbodies in Iceland. That includes methods based on data on fish density, life history and species diversity of fish population in lakes and rivers. The methods that have been used in freshwater fish research in Iceland are comparable to those used in Norway, and it is likely that the data collected in Iceland and Norway are comparable with regards to quality. Therefore, it is considered possible to create a system for classification of ecological status of freshwater bodies based on this data, in accordance with the Water Framework Directive, as well as the assessment of ecological potential in highly modified water bodies.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Blaðsíður 54
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð Stjórn vatnamála, vatnatilskipun, vistfræðileg ástandsflokkun, seiðaþéttleiki, laxfiskar, aldurssamsetning fiskstofna, tegundasamsetning fiskstofna, afli á sóknareiningu, CPUE, veiðitölur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?