Málstofa 19. október - Árni Kristmundsson

Mynd tekin í felti. Mynd tekin í felti.

Árni Kristmundsson, Deildarstjóri Rannsóknadeildar fisksjúkdóma á Tilraunastöð HÍ á Keldum flytur erindið:

„Tetracapsuloides bryosalmonae og PKD nýrnasýki í villtum íslenskum laxfiskum – Samanburður á tíðni smits og sjúkdóms frá tveimur mismunandi tímabilum“.

Tími: 19. október, 12:30-13:00
Staður: Stóri fundarsalurinn á fyrstu hæð Fornubúða 5, Hafnarfirði
Streymi: Beint á YouTube-rás Hafrannsóknastofnunar
Tungumál fyrirlesara: Íslenska en glærur verða á íslensku og ensku

Árni Kristmundsson, deildarstjóri Rannsóknadeildar fisksjúkdóma á Tilraunastöð HÍ á Keldum verður með erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar þann 19. október.

Tetracapsuloides bryosalmonae og PKD nýrnasýki
í villtum íslenskum laxfiskum

Samanburður á tíðni smits og sjúkdóms frá tveimur mismunandi tímabilum

PKD-nýrnasýki, eða “Proliferative Kidney Disease”, er alvarlegur sjúkdómur sem herjar á laxfiska í ferskvatni. Sjúkdómurinn orsakast af smásæju sníkjudýri, Tetracapsuloides bryosalmonae (Myxozoa), sem þarfnast tveggja hýsla til að ljúka lífsferli sínum; laxfiska og mosadýra.

Sjúkdómurinn hefur lengi verið þekktur erlendis og valdið þar umtalsverðu tjóni, bæði í eldisfiski og villtum laxfiskastofnum. PKD-nýrnasýki er beintengd vatnshita, sem þarf að ná a.m.k. 12°C í nokkrar vikur svo fiskar sýni sjúkdómseinkenni. Sníkjudýrið er þó fært um að ljúka lífsferli sínum við lægri vatnshita og viðhalda smiti í köldu árferði.

Samfara hlýnandi veðurfari hefur sýkin verið vaxandi vandamál í villtum laxfiskastofnum í Evrópu og greinist nú á norðlægari slóðum en áður, s.s. á Íslandi og Alaska. Á sama tíma hefur bleikjustofnum hnignað víða á Íslandi, einkum í grunnum láglendisvötnum þar sem vatnhiti yfir sumarið getur orðið umtalsverður.

PKD-nýrnasýki greindist fyrst á Íslandi haustið 2008, í bleikju sem sýndi einkinni sjúkdómsins. Síðan þá, hafa umfangsmiklar rannsóknir á PKD-nýrnasýki verið í gangi, sem eru samstarfsverkefni Tilraunastöðvar HÍ að Keldum, Hafrannasóknastofnunar (og fyrrum Veiðimálastofnunar) og sérfræðings við Ross University, Vestur Indíum.

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna útbreiðslu og tíðni stórsærra og einkennalausra sýkinga í íslenskum laxfiskum og bera saman mismunandi tímabil, í samhengi við dýpi, rúmmál stöðuvatn, hæð yfir sjávarmáli, stærð vatnanna og aldur fiska. Teknir voru til rannsóknar tæplega 2200 laxfiskar, bleikjur (Salvelinus alpinus) og urriðar (Salmo trutta) úr 34 vötnum. Fiskarnir voru veiddir á tveimur mismunandi tímabilum, þ.e. árin 1994–1998 og 2009–2017. Í erindinu verður farið yfir niðurstöður þessara rannsókna.

Um Árna

Árni hefur starfað við sjúkdómarannsóknir á fiskum og skelfiski á Rannsóknadeild fisksjúkdóma á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum um 25 ár skeið, þar af sem deildarstjóri frá árinu 2009.

Árni lauk MSc og PhD gráðum í fisk- og skelfisksjúkdómum frá Háskóla Íslands

-- ENGLISH --

Time: 12:30-13:00, 19th of October
Place: The meeting hall in Fornubúðir 5, Hafnarfjörður
Stream: Live through MFRI's YouTube channel
Lecturer's language: Icelandic, slides will include Icelandic and English text

Árni Kristmundsson, head of the Fish Disease laboratory at Keldur, has a seminar on the 19th of October in Hafrannsóknastofnun's meeting room. The seminar's title is Tetracapsuloides bryosalmonae and proliferative kidney disease in Icelandic salmonids
– Comparative data from two different time periods –.

Tetracapsuloides bryosalmonae and proliferative kidney disease
in Icelandic salmonids

Comparative data from two different time periods

Tetracapsuloides bryosalmonae is a myxozoan parasite and the causative agent of proliferative kidney disease (PKD), a serious, temperature-dependent, and emerging disease affecting salmonid fish. The pathogen requires two different hosts to complete a full reproductive life cycle, i.e., fish and freshwater bryozoans.

The disease has long been known abroad and has caused significant damage to salmonid populations, both farmed and wild. The emergence of PKD is directly related to water temperature, which must reach at least 12°C for several weeks for fish show clinical signs of the disease. However, the parasite is able to complete its life cycle at lower water temperatures and maintain infections during colder periods.

With warming climate, problem caused by PKD and have increased significantly in wild salmonid populations in Europe and is now being detected at more northern latitudes, including Alaska and Iceland. At the same time, populations of Arctic charr have declined in many parts of Iceland, especially in shallow lowland lakes where water temperatures during the summer can get sufficiently high for the disease to emerge.

PKD-kidney disease was first identified in Iceland in 2008, in Arctic charr that showed clinical signs of the disease. Since then, extensive research on the pathogen and the disease it causes have been ongoing at Keldur Institute, in a collaboration with the Marine and Freshwater Research Institute in Iceland and an expert at Ross University, West Indies.

The aim of this study was to investigate the distribution and prevalence of macroscopic and subclinical T. bryosalmonae infections in Icelandic salmonids, and compare different time periods, in context with depths, volumes, altitudes and areas of the lakes and fish age. Around 2,200 fish, Arctic charr (Salvelinus alpinus) and brown trout (Salmo trutta) from 34 lakes, were sampled between 1994–1998 and 2009–2017 and examined for the presence of the pathogen and macroscopic signs of PKD. A review of the results from this project will be presented.

About Árni

Árni has worked on fish- and shellfish diseases at the Fish disease Laboratory at the Institute for Experimental Pathology at Keldur, University of Iceland for more than 25 years, and as a head of the Fish Disease laboratory since 2009.

Árni has MSc- and PhD degrees in fish and shellfish diseases and pathology from the University of Iceland.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?