Málstofa 19. maí, kl. 12:30

Sandra Magdalena Granquist Sandra Magdalena Granquist

Fimmtudaginn 19. maí kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Sandra Magdalena Granquist flytur erindið: Rannsóknir og vöktun selastofna við Ísland: Samantekt af nýlegum rannsóknaverkefnum, ásamt þýðingu þeirra fyrir selastofna og samfélag.

Fyrirlesturinn verður á ensku. The lecture will be in English.

Erindi verður streymt á YouTube rás Hafrannsóknastofnunar,
https://www.youtube.com/channel/UCirTCP_aKFKz8LMoFoxWGbA

Ágrip
Tvær selategundir kæpa við Íslandsstrendur; útselur og landselur og því hafa selarannsóknir við Ísland beinst að þeim stofnum. Mikill fækkun hefur átt sér stað í báðum stofnum síðan talningar hófust á áttunda áratugnum. Báðar selategundirnar eru í dag á válista íslenskra spendýra. Samhliða fækkun á sér stað mikil bein og óbein samskipti sela og manna sem gætu haft neikvæð áhrif á selastofnana, m.a. vegna fiskveiða (nytjaveiðar í sjó og laxveiði í ám) og nýlega vegna uppbyggingar ferðaþjónustu og selaskoðunar.

Í ljósi þessa hefur verið nauðsynlegt að rannsaka betur vistfræði sela við íslenskar aðstæður þ.e. áhrif mannsins á selastofna ásamt hugsanlegum áhrifum sela á athafnir mannsins.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu rannsóknaverkefni varðandi vistfræði sela; niðurstöður kynntar og þýðing slíkra rannsókna fyrir selastofna við strendur landsins kynnt. Fjallað verður um stöðu selastofna og breytingar á stofnstærð frá því að talningar hófust 1980. Þá verður einnig fjallað um rannsóknir á fæðuvali sela og samspili sela við nytjaveiðar manna. Einnig verður fjallað um áhrif ferðamennsku á seli og hvernig hægt er að lágmarka neikvæð áhrif vegna truflana af mannavöldum.

Research and monitoring of seal populations in Iceland: A summary of recent projects and their implications for seal populations and the society
Two pinniped populations breed in Iceland; harbour seals and grey seals and seal research in Iceland has focussed on these species. Sever decreases have occurred in both populations since censuses commenced 1980 and both seal populations are currently on the Icelandic Red List for Threatened Populations.

Anthropogenic interactions such as due to the fishing industry and the recently increasing tourism industry in Iceland has the potential to affect seal abundance. Therefore, increased research to ensure evidence-based management is important. In this presentation, an overview of the main seal research projects in Iceland will be given, results summarized and implications for seal populations and the society discussed. For example, the conservation status of the seal populations, fluctuations in population sizes and current risks to the populations will be addressed.

Further, research on interactions between seal colonies and the fishing industry will be presented, including dietary and tagging studies. In addition, research on effects of seal watching tourism on seal abundance and behaviour, and how disturbance can be minimised will also be discussed.

 

Um Söndru
Sandra er sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnunn frá 2008 og deildarstjóri Selarannsóknadeildar Selasetur Íslands. Sandra er með doktorsgráðu í vistfræði og dýraatferlisfræði frá Háskólanum í Stokkhólmi og meistaragráðu í dýraatferlisfræði frá Háskóla Íslands. Hún stýrir vöktun á landsel og útsel við Ísland, og framkvæmir m.a. reglulega flugtalningar og stofnmat fyrir seli. Hún heldur utan um vöktun á fjölda fæddra kópa og ráðgjöf um stjórnun á selastofnum. Sandra stýrir einnig öðrum rannsóknaverkefnum, m.a. um áhrif manna á selastofna vegna fiskveiða og ferðamennsku. Þá rannsakar hún m.a. atferli, útbreiðslu og fæðunám sela.

Sandra is a scientist at the Marine and Freshwater Research Institute since 2008 and Head of Seal Research Department at the Icelandic Seal Center. Sandra has a PhD in marine ecology from Stockholm University and a MSc in animal behaviour from the University of Iceland. Her current research is focused on marine mammal population ecology and behaviour. Sandra is the principal investigator of the harbour seal and grey seal population monitoring programs in Iceland. This includes bi-annual aerial censuses, monitoring of pup production and management advice. Sandra works on several research projects focusing on anthropogenic impacts on seal populations due to effects of tourism and interactions with fishing industry, including behaviour studies and dietary studies.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?