Vorleiðangur hafinn

Ljósm. Hafrannsóknastofnun - https://www.instagram.com/hafrannsoknastofnun/ Ljósm. Hafrannsóknastofnun - https://www.instagram.com/hafrannsoknastofnun/

Farið var í dag 11. maí í árlegan vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar rs. Bjarna Sæmundssyni. Leiðangurinn er liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland. Athuganir verða gerðar umhverfis landið, yfir mestum hluta landgrunnsins, utan þess og inn á fjörðum. Jafnframt eru gerðar mælingar með síritandi mælitækjum á siglingaleið skipsins.

Magn og útbreiðsla ljósátu verður mæld með bergmálstækni og útbreiðsla loðnulirfa könnuð. Að auki verður safnað sýnum fyrir Geislavarnir ríkisins vegna vöktunar á magni geislavirkra efna í sjó.

Einnig verða sett í sjóinn rekdufl, sem mæla umhverfisþætti, fyrir erlenda samstarfsaðila. Áætlað er að leiðangurinn vari í 20 daga og fylgjast má með gangi leiðangursins á skip.hafro.is.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?