Hafrannsóknastofnun og Vör í samstarf

Samninginn undirrituðu fyrir Vör, Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður og fyrir Hafrannsóknastofnun, S… Samninginn undirrituðu fyrir Vör, Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður og fyrir Hafrannsóknastofnun, Sigurður Guðjónsson forstjóri. Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu staðfesti samninginn. Með þeim á myndinni er Helga Guðjónsdóttir forstöðumaður Varar.

Hafrannsóknastofnun og Vör, sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð hafa gert með sér samstarfssamning. Samningur kveður á um samstarf um sjávarrannsóknir í Breiðafirði. Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík og Vör mun sameinast og verða til húsa í húsnæði Varar í Ólafsvík. Á starfsstöðinni, sem Hafrannsóknastofnun mun reka, er gert ráð fyrir að minnsta kosti fimm starfsmönnum. Tilgangur samningsins er að efla rannsóknir í Breiðafirði. Samningurinn tekur gildi um næstu áramót. Núverandi starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf og innan tíðar verða auglýst þau störf sem þarf að manna.

Samninginn undirrituðu fyrir Vör, Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður og fyrir Hafrannsóknastofnun, Sigurður Guðjónsson forstjóri. Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu staðfesti samninginn. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?