Vefir Hafrannsóknastofnunar tilnefndir til vefverðlauna

Vefir Hafrannsóknastofnunar tilnefndir til vefverðlauna

Vefur Hafrannsóknastofnunar er meðal fimm vefja sem tilnefndir eru til Íslensku vefverðlaunanna 2017 í flokki opinberra vefja og innri vefur stofnunarinnar í flokknum innri vefir. Tilkynnt var um tilnefningarnar sl. föstudag. 

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) standa að Íslensku vefverðlaununum og er markmiðið er að efla vefiðnaðinn á Íslandi, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Alls eru veitt verðlaun í 13 flokkum.

Ytri vef Hafrannsóknastofnunar var hleypt af stokkunum í lok september 2017 og innri vefnum rúmum tveimur mánuðum síðar. Vefirnir eru unnir í samstarfi við Stefnu hugbúnaðarhús. Framundan eru frekari breytingar og þróun á vefjunum.

Íslensku vefverðlaunin verða veitt í Hörpu föstudaginn 26. janúar. Lista yfir tilnefnda vefi fá finna á vef Íslensku vefverðlaunanna.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?