Út er komin viðamikil skýrsla um kortlagningu búsvæða. HV 2020-31

Út er komin viðamikil skýrsla um kortlagningu búsvæða. HV 2020-31

Með kortlagningu búsvæða er því unnið að því að afla upplýsinga um útbreiðslu ólíkra
búsvæða, safna gögnum til að lýsa lífríki þeirra, meta umfang og mikilvægi hvers
vistkerfis og þörf á verndun. Í nýútkominni skýrslu er gerð grein fyrir framgangi þessara
rannsókna á árunum 2009 til 2012 en þá var áhersla lögð á að kortleggja kóralsvæði.
Útbreiðslu, staðháttum og lífríki þeirra er lýst í megindráttum og farið yfir stöðu
eða þörf verndunar.

Á árunum 2009 til 2012 voru kóralsvæði kortlögð frá Reykjaneshrygg, eftir suður
landgrunnskantinum og að Íslands-Færeyjahrygg. Kröfur um að lágmarka neikvæð
áhrif veiða á viðkvæm búsvæði eins og kóralsvæði hafa aukist. Því þarf að kortleggja
kóralsvæðin og meta hvar mest hætta er á að veiðar hafi skaðleg áhrif á þau.

Ein helsta atvinnugrein okkar Íslendinga byggir á nýtingu auðlinda sjávar. Flestar
tegundir fiska í hafinu umhverfis landið eru vel þekktar og fylgst er vel með ástandi helstu
nytjastofna sem og umhverfisþáttum eins og hita og seltu. Minni áhersla hefur verið lögð á að
rannsaka eða vakta aðrar lífverur í sjónum eins og til dæmis botndýr. Á hafsbotninum
eru fjölbreytt búsvæði og vistkerfi sem mótast meðal annars af hitastigi, dýpi, botngerð
og straumum.

Kóralsvæði við Ísland. Rannsóknir 2009‐2012 lýsing – útbreiðsla – verndun

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?