Út er komin samantektarskýrsla um vöktun vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna 2020

Ljósm. Hafrannsóknastofnun Ljósm. Hafrannsóknastofnun

Umfangsmikil vöktun er framkvæmd til að vakta og greina áhrif eldislaxa á villta laxastofna. Vöktuninni má skipta niður í nokkra þætti, vöktun með fiskteljurum búnum myndavélum, greiningu meintra strokulaxa úr eldi sem veiðast í ám, upprunagreining laxa með hreisturrannsóknum og rannsóknir á skyldleika laxastofna og rannsóknir á erfðablöndun.

Sjókvíaeldi á laxi er vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Eldinu fylgja þættir sem taldir eru geta ógnað stöðu villtra laxastofna hér á landi, t.d. hvað varðar erfðablöndun. Í markmiðum laga um fiskeldi segir „að skapa skilyrði til uppbyggingar fiskeldis og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Skal í því skyni leitast við að tryggja gæði framleiðslunnar, koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum og lífríki þeirra og tryggja hagsmuni þeirra sem nýta slíka stofna. Við framkvæmd laganna skal þess ávallt gætt að sem minnst röskun verði á vistkerfi villtra fiskstofna og að sjálfbærri nýtingu þeirra sé ekki stefnt í hættu.

Árið 2017 kom út áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi. Í kjölfar þess hefur verið settur aukinn kraftur í vöktun vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna. Niðurstöður rannsókna ársins 2020 eru teknar saman í skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Í skýrslunni er gerð frekari grein fyrir þessum þáttum ásamt helstu niðurstöðum rannsókna og vöktunar ársins 2020.

Veiðimenn sem verða varir við, eða veiða meinta eldislaxa eru hvattir til að koma þeim til greiningar hjá Hafrannsóknastofnun. Algeng einkenni eldislaxa má sjá á meðfylgjandi mynd.

mynd af útlitseinkennum laxa

 

Smelltu til að opna skýrslu

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?