Undirritaður samstarfssamningur

Ljósm. Sigurborg Jóhannsdóttir Ljósm. Sigurborg Jóhannsdóttir

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag 30. apríl 2020, samstarfssamning um nýja námsbraut til meistaragráðu í sjávar- og vatnalíffræði með áherslu á fiskifræði.

Aðspurður sagði Sigurður Guðjónsson að hið nýja meistaranám væri mjög mikilvægt fyrir framtíð þessara fræðigreina hér á landi. Einnig væri ánægjulegt að líta til þess að með samnignum muni samstarf Hafrannsóknastofnunar og Háskóla Íslands í rannsóknum og kennslu styrkjast enn frekar. Þannig nýtist rannsóknaaðstaða stofnunarinnar, rannsóknastofur, eldisstöðvar og rannsóknaskip enn betur og nemendur fá betri og aukin tækifæri til rannsókna í sínu námi.

hópmynd

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?