Styrkur úr Rannsóknasjóði Íslands

Ljósm. Julian Burgos Ljósm. Julian Burgos

Nýlega var úthlutað úr Rannsóknasjóði Íslands styrkjum til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2022, var þetta stærsta úthlutun sjóðsins frá upphafi. Rannsóknasjóður Íslands, sem er samkeppnissjóður hýstur hjá Rannís, styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda.

Julian Mariano Burgos sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hlaut styrk úr Verkefnissjóði í verkefnið: Kóralþörungar á kaldsjávarsvæðum: Úrbreiðsla og vistfræði við Ísland.

Með Julian í verkefninu frá Hafrannsóknastofnun eru: Karl Gunnarsson, Steinunn H. Ólafsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir og Laure de Montety. Þar að auki taka þátt, Juliet Brodie frá Natural History Museum í London og Kjartan Thors jarðfræðingur sem ráðgjafi.

Við óskum Julian og samstarfsfólki innilega til hamingju með styrkinn.

mynd af kóralþörungi

Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?