Sjávarútvegsskólinn kynnir fyrstu tvö af fjórum myndböndum um Heimsmarkmið 14

Mynd er klippt úr þætti tvö. Mynd er klippt úr þætti tvö.

Sjávarútvegur – veiðar og veiðistjórnun, meðferð og vinnsla afla hefur ætið skipað stóran þátt í þróunarsamvinnu Íslands.

Með stofnun Sjávarútvegsskólans hafa yfir 400 einstaklingar sótt nám og þjálfun í skólann sem rekinn ef af Hafrannsóknastofnun, sem hefur jafnframt veitt mörgum sérfræðingum stofnunarinnar og samstarfsstofnunum tækifæri til að kynnast betur veiðum í þróunarlöndum. Eitt af Heimsmarkmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar settu sér árið 2015 lýtur að lífi í vatni.

Sjávarútvegskóli GRÓ hefur nú frumsýnt annan þáttinn af fjórum um Heimsmarkmið 14, Líf í vatni. Þættirnir eru hluti af framlagi Sjávarútvegsskólans til framkvæmda á Heimsmarkmiði 14, en loforð um slíkt var gefið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 2017 “UN Oceans Conference – Our Oceans”. Í þáttunum er rætt við helstu sérfræðinga sem unnið hafa fyrir Sjávarútvegsskólann um langt árabil um þróun sjávarútvegs í heiminum og hvaða atriði það eru sem skipta máli. Í lok hvers þáttar eru settar fram spurningar til að hjálpa og hvetja áhorfendur til að skoða stöðu mála í sínu heimalandi.

Fyrsti þátturinn ber nafnið “Defining and Defending Small-Scale Fisheries: Towards Sustainable Development Goal 14”. Þar leggur Dr. Tumi Tómasson mat á undirmakmið 14b sem kveður á um að tryggja smábátaútgerðum aðgang að veiðum og mörkuðum. Tumi fjallar um hvernig hugtakið “Small-Scale Fisheries” hefur breyst í gegnum tíðina og hvernig smábátaveiðar hafa þróast. Tumi hefur búið og starfað í mörgum þróunarlöndum ásamt því að byggja upp starfsemi Sjávarútvegsskólans frá stofnun hans 1998 og hefur því séð frá fyrstu hendi þann vanda sem fylgir smábátaveiðum í þróunarlöndum.

Annar þátturinn ber nafnið “Data for Sustainable Fisheries Management: Towards Sustainable Development Goal 14”. Þar leggur Dr. Einar Hjörleifsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, mat á undirmakmið 14.4 sem kveður á um notkun vísindalegra gagna við stjórnun fiskveiða og uppbyggingu fiskistofna til að tryggja hámarks sjálfbæran afrakstur.

Einar Hjörleifsson hefur starfað víða á vegum Sjávarútvegsskólans og fjallar hann í þættinum m.a. um eðli grunnjöfnu fiskifræðinnar ásamt getu þjóða til að nýta sér hana. Hvaða gögn er algengast að finna í þróunarlöndum, hvernig má bæta gagnasöfnun og meðferð gagna, ásamt mikilvægi þjálfunar til að fólk geti nýtt sér gögnin sem best.

Þættirnir eru byggðir á rúmlega 20 ára reynslu Sjávarútvegsskóla GRÓ í að aðstoða fátækar þjóðir heims með þjálfun á lykilfagfólki í sjávarútvegi í nýsköpun, gagnaúrvinnslu og greiningu, ásamt stefnumótun og síðast en ekki síst samskiptum og kynningum á niðurstöðum.

Stuðst er við verkefni sem nemendur Sjávarútvegsskólans í gegnum tíðina, hafa unnið til að skýra betur þau vandamál sem þjóðir glíma við þegar kemur að stjórnun og uppbyggingu sjávarútvegs ásamt því að viðmælendur deila reynslu sinni í vinnu og rannsóknum í samstarfslöndum Sjávarútvegsskólans.

Þættirnar eru aðgengilegur á heimasíðu Sjávarútvegsskólans (https://www.grocentre.is/ftp/moya/tube/file/sdg-14-data-for-sustainable-fisheries-management).

Þá er einnig hægt að fara beint á YouTube rás skólans og finna útkomnu þættina:

Einar Hjörleifsson: https://www.youtube.com/watch?v=tLfuFo3rVBo

Tumi Tómasson: https://www.youtube.com/watch?v=agdAZaTEsiA


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?