Samningur um nýtt húsnæði undirritaður

Sigurður Guðjónsson, Kristján Þór Júlíusson og Jón Rúnar Halldórsson undirrita samning um nýtt húsnæ… Sigurður Guðjónsson, Kristján Þór Júlíusson og Jón Rúnar Halldórsson undirrita samning um nýtt húsnæði Hafrannsóknastofnunar.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Rúnar Halldórsson, eignarhaldsfélaginu Fornubúðum ehf., undirrituðu í gær samningu um nýtt húsnæði Hafrannsóknastofnunar. Húsið mun rísa að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Skv. samningnum verður húsið afhent stofnuninni 15 mánuðum frá undirritun. 

Nýbyggingingin verður 4080 m² skrifstofu- og rannsóknarými. Tengt því verður um 1440 m² geymsla, verkstæði og útgerðaraðstaða í eldri byggingu. Hönnun nýbygginarinnar er í höndum Batterísins Arkitekta ehf.

Með nýju húsi mun starfsemi Hafrannsóknastofnunar á höfuðborgarsvæðinu færast á einn stað en í dag eru höfuðstöðvar stofnunarinnar að Skúlagötu 4 en geymslur og skemmur við Grandagarð. Þá munu rannsóknaskip stofnunarinnar fá lægi við nýjan hafnargarð sem Hafnarfjarðarhöfn mun reisa fyrir framan húsið og undirrituðu Sigurður Guðjónsson og Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, samning þess efnis við sama tækifæri.

Við undirritun vegna Fornubúða

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?