Ráðgjöf úthafsrækju og rækju við Eldey

Ráðgjöf úthafsrækju og rækju við Eldey

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að afli úthafsrækju fiskveiðiárið 2018/2019 verði ekki meiri en 5852 tonn, jafnframt leggur stofnunin til að rækjuveiðar verði ekki heimilaða á svæðinu við Eldey á almanaksárinu 2018. Vísitala úthafsrækju hefur hækkað frá árinu 2015 er hún var í sögulegu lágmarki en er þó einungis um helmingur af vísitölu áranna 1990-2000. Niðurstöður stofnmælingar við Eldey benda til að stofninn sé undir varúðarmörkum og er vísitalan árið 2018 sú þriðja lægsta frá upphafi mælinga.

Úthafsrækja

Rækja við Eldey

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?