Netarall - útboð

Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, óska eftir tilboðum í leigu á netabátum til að:

  • Stunda netaveiðar í rannsóknar- og gagnaöflunarskyni á sex rannsóknarsvæðum vegna verkefnisins „Stofnmæling hrygningarþorsks með þorskanetum – Netarall 2020“.
  • Merkingar á þorski (1 dagur) og prófanna á spendýrafælum á einu rannsóknasvæði (Norðurlandi).

Leiðangrar fara yfirleitt fram í apríl og reynt er að miða upphaf leiðangra við dagsetningu sem næst 1. apríl.

Markmið rannsóknanna er að safna upplýsingum um kynþroska, aldur, lengd og þyngd þorsks á helstu hrygningarsvæðum. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.

Skilafrestur tilboða er til 10.02.2020 kl. 13:05. Útboðsgögn má sækja á:

http://utbodsvefur.is/netarall-2020/


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?