Netamaður óskast

Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir.

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða netamann á skip til starfa sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Viðhald veiðafæra.

Hæfniskröfur
• Reynsla af því að vinna sem netamaður á sjó
• Stýrismannsréttindi er kostur
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
• Jákvæðni og samstarfsvilji
• Hæfni til að vinna í teymi og góð þjónustulund

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjómannafélag Íslands hafa gert.

Umsókn skal fylgja:
• Ítarleg ferilskrá
• Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
• Tilnefna skal tvo umsagnaraðila

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Hafrannsóknastofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 21.04.2021

Nánari upplýsingar veitir
Guðmundur Þ Sigurðsson - gudmundur.th.sigurdsson@hafogvatn.is - 867 8022
Berglind Björk Hreinsdóttir - berglind.bjork.hreinsdottir@hafogvatn.is - 891 6990


Smelltu hér til að sækja um starfið

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?