Net-Ráðstefna um norðurslóðir 23. febrúar 2021

Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir.

Samstarf og framtíð nýsköpunartækifæra í hafrannsóknum á norðurslóðum.

Norðurheimskautssvæðið er hluti af loftslagskerfi heimsins, þar sem þegar hefur orðið vart mikilla umhverfis- og félagslegra breytinga. Skilningur okkar á gangverki slíkra breytinga eru lykilatriði í því að svara mikilvægum spurningum um hverjar afleiðingar munu verða á þol vistkerfa sjávar, á félagslegar breytingar, á alþjóðlegt umhverfi okkar og sjálfbæra þróun í framtíðinni

Þessi netviðburður mun leiða saman breska og íslenska vísindamenn auk annarra sérfræðinga. Þeir munu skiptast á upplýsingum um nýjustu rannsóknir á umhverfi hafsins á norðurslóðum, skoða eldri rannsóknir og greina tækifæri til samstarfs til framtíðar.

Michael Nevin sendiherra Breta á Íslandi og Einar Gunnarsson sendiherra Íslands í málefnum norðurslóða og formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins, opna ráðstefnuna.

Í hlekk hér á eftir má finna umfjöllun um ráðstefnuna og þar er einnig hægt að skrá sig, https://www.onlineevent.is/ukicelandarcticresearch#About

Ráðstefnan verður í streymi 23. febrúar 2021 á milli klukkan 13:00 og 16:00.

 

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?