Mikill fjöldi fólks skoðaði húsið á sjómannadegi

Gestir í húsi á sjómannadaginn. Ljósm. Valerie Chosson. Gestir í húsi á sjómannadaginn. Ljósm. Valerie Chosson.

Í tilefni af flutningi Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfjörð var opið hús hjá stofnuninni á sjómannadaginn. Mikill áhugi var meðal fólks að skoða húsið og alls komu 1.131 gestir í heimsókn.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar taldi inn og út úr húsinu og gætti þess að aldrei voru fleiri en 200 manns inni. Við þökkum öllum gestum fyrir komuna.

Þess má að lokum til gamans geta að skráningarnúmer rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar er 1131.

mynd af teljara

Ljósm. Valerie Chosson


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?