Humarleiðangur er hafinn

Ljósm. Jónas P. Jónasson Ljósm. Jónas P. Jónasson

Árlegur humarleiðangur Hafrannsóknastofnunar hófst í dag 9. júní á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Þetta er í sjötta sinn sem ástand stofnsins er metið með talningu á humarholum.

Rannsóknatog með myndavélasleða verða tekin á humarbleiðum allt frá Lónsdjúpi suðaustanlands vestur í Jökuldjúp undir Snæfellsjökli. Leturhumarinn dvelur oft lengi í auðgreinanlegum holum eða holukerfum sem hann grefur í mjúkan leirinn.

Á völdum svæðum verða sýni tekin með humarvörpu til að meta stærðarsamsetningu stofnsins. Einnig verður metið magn humarlirfa út frá átusýnum úr efri lögum sjávar. Nýliðun humarsins er frekar illa þekkt og er söfnun humarlirfanna liður í að varpa ljósi á þá ferla, en undanfarin áratug hefur nýliðun verið léleg. Áætlað er að leiðagurinn vari í 10 daga og fylgjast má með gangi hans á skip.hafro.is.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?