HNÚFUBAKUR ISMN0182

Mynd: Hafrannsóknastofnun Mynd: Hafrannsóknastofnun

Síðla í nóvember sl. var tilkynnt um hvalreka í Steingrímsfirði. Starfsmenn stofnunarinnar fóru til mælinga og sýnatöku en reynt er að afla sem bestra gagna úr sem flestum dýrum sem rekur á land, m.a. náði Sverrir Daníel Halldórsson að ljósmynda helming sporðsins.

hvalasporður

Við samanburð þessa helmings við ISMN gagnagrunn stofnunarinnar (Íslenski Megaptera novaengliae - íslenski hnúfubaks gagnagrunnurinn) reyndist þetta vera einstaklingur ISMN0182 sem Charlie Lavin nemandi Hafrannsóknastofnunar greindi síðast með vissu hér við land árið 2016.

ISMN gagnagrunnurinn  sem er í umsjón Valerie Chosson og Gísla Arnórs Víkingssonar á Hafrannsóknastofnun, samanstendur af yfir 1000 greindum einstaklingum sem myndaðir hafa verið í hinum ýmsu leiðöngrum í kringum landið á vegum stofnunarinnar, samstarfsaðilum hennar og einstaklingum allt frá því um 1980 til dagsins í dag. Hafrannsóknastofnunin vill þakkar öllum sem lagt hafa til efni í gagnagrunninn.

Hvala ljósmyndagagnagrunnur Hafrannsóknastofnunar


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?