Hafrannsóknastofnun tekur formlega við nýju húsi

Forseti Íslands klippir á borða við Fornubúðir 5 Forseti Íslands klippir á borða við Fornubúðir 5

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar yfirgáfu Skúlagötu 4 með tákrænum hætti 5. júní með ráðherra, ráðuneytisstjóra og forstjóra Hafrannsóknastofnunar í broddi fylkingar. För var heitið niður að Reykjavíkurhöfn og stigið var um borð í rannsóknaskipin Árna Friðriksson og Bjarna Sæmundsson. Siglt var til Hafnarfjarðar.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson var með í för og klippti á borða þegar komið var að bryggju við Fornubúðir 5. Þar með er Hafrannsóknastofnun formlega flutt í Hafnarfjörð.

gengið frá skúlagötu og Bjarni Sæmundsson siglir frá Reykjavík


Árni Friðriksson kemur í Hafnarfjörð og Lúðrasveit Hafnarfjarðar tekur á móti skipinu

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?