Góður gestur í heimsókn

Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir.

Í dag kom Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar í heimsókn á Hafrannsóknastofnun. Vikt­oría óskaði sérstaklega eftir því að fá að heimsækja stofnunina og fræðast um starfsemina. Vikt­oría hlýddi á stutta kynningu Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra um starf Hafrannsóknastofnunar, hvernig við á Íslandi umgöngumst auðlindir sjávar og þær breytingar sem orðið hafa í umhverfinu og á lífríkinu vegna hlýnunar á síðasta áratug. Vikt­oría sýndi þessum málum mikinn áhuga og spurði margs. Vikt­oría er hingað komin til að flytja ávarp og sitja ráðstefnuna Hringborð norðurslóða (Arctic circle).

Á ljósmynd má sjá Vikt­oríu krón­prins­essu Svíþjóðar ásamt Sigurði Guðjónssyni og Håkan Juholt.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?