Endurútgefið burðarþolsmat og áhættumati erfðablöndunar

Endurútgefið burðarþolsmat og áhættumati erfðablöndunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (nú matvælaráðuneytið) í samvinnu við Hafrannsóknastofnun kynnti tillögu að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu í samráðsgátt, 25. október 2021 og á heimasíðu Skipulagsstofnunar, 27. október 2021. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar var til og með 8. desember 2021.

Á kynningartímabili bárust sjö umsagnir gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Ráðuneytið, í samvinnu við Hafrannsóknastofnun, hefur yfirfarið umsagnir og brugðist við ábendingum með breytingum á umhverfismatsskýrslunni þar sem við átti. Niðurstaða umhverfismatsins leiðir ekki til breytinga á burðarþolsmati og áhættumati Hafrannsóknastofnunar. Áhættumat erfðablöndunar er því það sama og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfesti í júní 2020. Burðarþol þeirra tíu fjarða sem Hafrannsóknastofnun hefur nú þegar metið á tímabilinu 2015-2019 er einnig samhljóða fyrri niðurstöðum sem kynntar voru á heimasíðu stofnunarinnar. Í umhverfismatsskýrslu sem og í áætlununum sjálfum eru útlistaðar mótvægis- og vöktunaraðgerðir vegna mögulegra neikvæðra umhverfisáhrifa.

Með þessari auglýsingu fylgja endanlegar áætlanir fyrir áhættumat erfðablöndunar og burðarþolsmöt ásamt uppfærðri umhverfismatsskýrslu, viðbragðaskjali og samantekt.

Hlekkur á burðarþolsmat fjarða (sjá neðst á ráðgjarfarsíðu)

Samantekt

Hlekkur á auglýsingu í Stjórnartíðindum

Umhverfismatsskýrsla

Viðbrögð við athugasemdum


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?