Dagur kvenna í vísindum

11. febrúar er alþjóðlegur dagur kvenna í vísindum.

Hlutfall kvenna af starfsfólki Hafrannsóknastofnunar hefur aukist síðustu áratugi og því ber að fagna. Til marks um það þá störfuðu árið 2005 21 kona hjá stofnuninni en árið 2020 voru þær 68.

Hvetjum við stúlkur og konur í vísindum til að hafa Hafrannsóknastofnun í huga sem framtíðarvinnustað en hjá stofnuninni starfar öflugur hópur vísindafólks við fjölbreytt og spennandi vísindastörf.

Sameinuðu þjóðirnar settu þennan dag á laggirnar árið 2015 til að vekja athygli á mikilvægi þess að tryggja konum jafnan aðgang að vísindastarfi og sömu tækifæri og karlar fá. Hlekkur á síðu Sameinuðu þjóðanna


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?