Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands

Mynd er tekin af vef Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands Mynd er tekin af vef Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2021 verður haldinn fimmtudaginn 18. mars kl. 10:00-12:00.

Dagskrá:

10.00. Setning ársfundar.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

10.10. Ávarp.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

10.20. Selveiðar og þróun þeirra við Húnaflóa frá 18. öld til 20. aldar.
Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra.

10.40. Áhrif aukinnar umferðar siglinga á Norðurslóðum. Við hverju má búast?
Dreki Guls, verkefnisstjóri við Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum.

10.55. After Ice – Art and Science for Climate Crisis Communication.
Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði, Kieran Baxter, nýdoktor við Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði, og M. Jackson, jöklafræðingur.

11.20. Whales of Vestmannaeyjar: The importance of South Iceland for different cetacean species.
Filipa Samarra, sérfræðingur við starfsstöð Stofnunar HÍ í Vestmannaeyjum.

11.40. Monitoring and mitigating humpback whale entanglement in Iceland.
Charla Jean Basran, doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Húsavík.

11.55. Fundarslit og samantekt.
Guðmundur Hálfdanarson, formaður ráðgefandi nefndar Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands og prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Fundarstjóri er Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram í fjarfundi og verður aðgengilegur á slóðinni https://eu01web.zoom.us/j/68099016865.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?