Afkoma Hafrannsóknastofnunar á árinu 2021, jákvæð um 84,4 miljónir króna.

Mynd: Svanhildur Egilsdóttir Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Afkoma Hafrannsóknastofnunar er jákvæð um 84,4 miljónir króna á árinu 2021, samkvæmt drögum að ársreikningi. Heildartekjur stofnunarinnar námu um 4.222 miljónum króna. Þar af eru 3.025 framlag ríkissjóðs og 250 miljónir króna sem tekjufærsla frestaðra tekna fyrri ára. Sértekjur stofnunarinnar námu um 948 miljónum króna. Framlag ríkissjóðs til fjárfestinga nam 204,1 miljónum króna.

Afkoma ársins skiptist í 45,5 miljón króna jákvæða afkomu af rekstri og 38,9 miljón króna jákvæða afkomu af fjárfestingu. Jákvæð afkoma ársins 2021 er notuð til að greiða uppsafnaðan halla fyrri ára við ríkissjóð.

 

Drög að ársreikningi Hafrannsóknastofnunar:


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?