Vöktun á botndýralífi og umhverfisþáttum í rannsóknum á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis - Arnarfjörður og Ísafjarðardjúp 2018

Nánari upplýsingar
Titill Vöktun á botndýralífi og umhverfisþáttum í rannsóknum á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis - Arnarfjörður og Ísafjarðardjúp 2018
Lýsing

Ágrip

Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum úr rannsóknarleiðangri sem farinn var í Arnarfjörð og Ísafjarðardjúp í október árið 2018. Markmið hans var að afla grunnupplýsinga um botndýralíf fjarðanna, meta hvaða umhverfisþættir móta botndýralíf helst, sem og að kanna möguleg fjaráhrif af sjókvíaeldi sem starfrækt er í Arnarfirði. Margvíslegum gögnum var safnað, þ.m.t myndbandsupptökum af sjávarbotni (þéttleiki stærri botndýra og botnlag/botngerð), greiparsýnum (þéttleiki og samsetning botndýra í seti) og sýnum með kjarnataka; dýpt súrefnislags (O2), styrkur brennisteinsvetnis (H2S), sýrustig (pH), afoxunarmætti, lífrænt efni (%) og kornastærð botnsets. Fjölbreytni botndýralífs var mun meiri í Ísafjarðardjúpi en í Arnarfirði. Á hinn bóginn gat verið mikill svæðisbundinn munur í gerð botndýrasamfélaga innan fjarðanna. Þeir umhverfisþættir sem útskýrðu mestan breytileika í dreifingu og tegundasamsetningu botndýralífs voru dýpi sýnatökustöðva sem og staðsetning þeirra innan fjarðar m.t.t. lengdargráðu, ásamt að einhverju leyti kornastærð sets. Efnaþættir (O2, afoxunarmætti, pH og H2S) í seti sem og lífrænt kolefni útskýrðu mjög lítið af breytileikanum. Sé ástand botndýralífs miðað við viðmiðunargildi NQI1 stuðulsins, kom í ljós að ástand botndýralífs taldist vera gott í báðum fjörðunum, að frátöldum nokkrum stöðvum í Arnarfirði, sem útskýrist af þeim sérstöku umhverfisaðstæðum sem þar eru að finna en líklega ekki vegna sjókvíaeldisins.

Abstract

This report details the results from a study carried out in Arnarfjörður and Ísafjarðardjúp in October 2018 that had the objectives to obtain baseline data on benthic communities in the two fjords, identify the most important environmental drivers structuring these and to examine potential far-field impacts of mariculture. Diverse types of data were collected including underwater video footage (characterisation of habitat types and larger epifauna), grab samples (estimation of abundance and composition of infauna) and sediment core samples (oxygen penetration depth (O2), concentration of hydrogen sulphide (H2S), pH, redox potential, percentage of organic matter and grain size). The results from the survey revealed much greater species diversity in Ísafjarðardjúp than in Arnarfjörður while there were large regional differences within the two fjords. The environmental drivers that explained most of the variability in the structure of the benthic community were depth and the longitudinal location of the samples within the fjords, and to some extent the grain size while the sediment chemical parameters were not important. Comparing the NQI1 index values with their established threshold values suggested that the overall condition of the benthic community appears to be in a good state, apart from few stations in Arnarfjörður, which was more likely to be due to the naturally unfavourable environmental conditions at these locations rather than due to impacts from fish farming.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Stefán Áki Ragnarsson
Nafn Hildur Magnúsdóttir
Nafn Hjalti Karlsson
Nafn Rakel Guðmundsdóttir
Nafn Laure de Montety
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 49
Blaðsíður 46
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð Umhverfisáhrif, botndýr, hryggleysingjar, fiskeldi, lífrænt álag, tegundafjölbreytileiki, environmental impact, benthos, benthic invertebrates, aquaculture, mariculture, organic pollution
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?