Sampling for the MEESO project during the International Ecosystem Summer Survey in Nordic Seas on the R/V Arni Fridriksson in July 2020. HV 2021-22
| Nánari upplýsingar |
| Titill |
Sampling for the MEESO project during the International Ecosystem Summer Survey in Nordic Seas on the R/V Arni Fridriksson in July 2020. HV 2021-22 |
| Lýsing |
Gagnasöfnun fyrir alþjóðlegt rannsóknaverkefni um lífríki miðsjávarlaga (MEESO), sem styrkt er af Evrópusambandinu, fór fram í rannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar á uppsjávarvistkerfi norðurhafa að sumarlagi sumarið 2020. Tilgangurinn var að rannsaka magn, dreifingu og samsetningu miðsjávarfánu í tengslum við umhverfisþætti og vöxt og viðgang plöntsvifs. Meginsvæði rannsóknarinnar fylgdi sniði sem liggur nokkurn veginn eftir 61°50’N‐breiddarbaug, frá 38°49’V og að 16°05’V, þ.e. frá Grænlandshafi yfir Reykjaneshrygg og inn í Suðurdjúp, sem og á stöð í Grindavíkurdýpi.
Eftir endilöngu sniðinu var u.þ.b. 50 m þykkt blöndunarlag sem svifgróður virtist dafna í. Samkvæmt bergmálsmælingum voru tvö meginlög miðsjávarlífvera. Hlutfallslega sterkt endurvarp á tíðninni 18 kHz stafaði einkum frá miðsjávarfiskum sem héldu sig tiltölulega grunnt á nóttunni (ofan við 100 m dýpi) en djúpt á daginn (~300‐400 m). Annað lag af sterku endurvarpi, sem ekki virtist ferðast upp á nóttunni en halda sig á 500‐700 m dýpi allan sólarhringinn, kom fram á 38 kHz tíðni. Þetta voru aðallega miðsjávarfiskar og sviflæg krabbadýr. |
| Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
| Flokkun |
| Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
| Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
| Útgáfuár |
2021 |
| Blaðsíður |
26 |
| Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
| Leitarorð |
MEESO, mesopelagic fauna, ecosystem, Irminger Sea, Iceland Basin |