Niðurstöður uppsjávarrannsóknaleiðangurs (IESSNS) umhverfis Ísland á RS Árni Friðriksson í júlí 2021 / Results of the Icelandic part of the International Ecosystem Summer Survey in Nordic Seas (IESSNS) in July 2021 on R/V Árni Friðriksson. HV 2022-06
Nánari upplýsingar |
Titill |
Niðurstöður uppsjávarrannsóknaleiðangurs (IESSNS) umhverfis Ísland á RS Árni Friðriksson í júlí 2021 / Results of the Icelandic part of the International Ecosystem Summer Survey in Nordic Seas (IESSNS) in July 2021 on R/V Árni Friðriksson. HV 2022-06 |
Lýsing |
Hafrannsóknastofnun hefur frá árinu 2010 tekið þátt í alþjóðlegum uppsjávar-rannsóknaleiðangri að sumarlagi í norðaustur Atlantshafi. Markmið leiðangursins er vistkerfisvöktun að sumarlagi, frá yfirborði sjávar niður á 500 m dýpi. Vöktunin fellst m.a. í mælingaum á styrk næringarefna, hitastigi, seltu, magni og útbreiðsla átu, markríls, kolmunna, síldar og hrognkelsa. Sumarið 2021 fór íslenski hluti leiðangursins fram dagana 5.-26. júlí á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Rannsóknasvæðið var íslensk landhelgi að undanskildu svæðinu suðaustur af landinu sem var dekkað af Færeyingum og Norðmönnum. Alls voru sigldar 4322 sjómílur og athuganir gerðar á 315 mælistöðvum. Makríll veiddist í 41% af stöðluðum yfirborðstogum á landgrunninu fyrir sunnan og austan landið en lítið var vart við hann norður, vestur og suðvestur af landinu. Samanborði við sumarið 2020, þá var meiri útbreiðsla nú fyrir austan land en þéttleikinn var minni. Hitastig í yfirborðslagi sjávar var á bilinu 2,0 – 11,6 °C. Það var heitast fyrir sunnan land og kaldast í Grænlandssundi. Magn átu (þurrvigt) var verulega breytilegt eða á bilinu 3,6 – 35,0 g*m-2. Ástand hafsins með tilliti til yfirborðshita og magn átu var hliðholt makríl fyrir vestan og suðvestan landið en engu að síður var hann ekki til staðar. Vísitala um magn norsk-íslenskrar síldar fæst úr þessum alþjóðaleiðangri og var hún með svipað útbreiðslu norðan og norðaustan við land líkt og undanfarin ár. Kolmunni mældist á stóru svæði meðfram landgrunnsbrúninni fyrir sunnan landið en ekkert mældist þar síðast ár. 0-ára kolmunni veiddist í fimm yfirborðstogum sem gerðist síðast sumarið 2011. Alls voru 451 hrognkelsi merkt á 49 togstöðvum dreifðum umhverfis landið. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2022 |
Blaðsíður |
32 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Makríll, kolmunni, síld, hrognkelsi, stofnmæling, útbreiðsla, áta, hitastig, uppsjávarrannsóknaleiðangur að sumarlagi, Mackerel, blue whiting, herring, lumpfish, stock index, geographical distribution, zooplankton, temperature, International Ecosystem Summer Survey in Nordic Seas (IESSNS) |