Fiskrannsóknir á vatnasvæði Tungufljóts í Biskupstungum. Samantekt áranna 2015 – 2023. HV 2024-11

Nánari upplýsingar
Titill Fiskrannsóknir á vatnasvæði Tungufljóts í Biskupstungum. Samantekt áranna 2015 – 2023. HV 2024-11
Lýsing

Ágrip

Hér greint frá verkefni sem hófst árið 2014 og var áætlað til 10 ára. Markmið þess var að fá mat á árangur fiskræktar í Tungufljóti þar sem áhersla var lögð á að fylgjast með vexti og viðgangi laxfiska á svæðinu ofan við fiskstigann við fossinn Faxa. Tilgangur fiskræktarinnar var að koma upp sjálfbærum laxastofni ofan við fossinn. Hér er greint frá niðurstöðum áranna sem verkefnið náði yfir. Töluverðum fjölda laxaseiða hefur verið sleppt ofan við Faxa í fiskræktarskyni. Sleppingarnar hafa aukið laxveiði og á árunum 2016 – 2023 var veiðin í Tungufljóti 163 – 526 laxar. Samkvæmt mati á endurheimtum merktra fiska hafa gönguseiðasleppingar í Tungufljót skilað 0,39% heimtum í veiði á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár í heild og þ.a. 0,07% í Tungufljóti. Heimtur í Tungufljóti eru líklega vanmetnar vegna slakra skila á merkjum. Samkvæmt greiningu á hreistri af veiddum löxum voru 22,4% laxa úr veiði í Tungufljóti af náttúrulegum uppruna eða úr smáseiðasleppingum. Erfðagreining á seiðum og klaklöxum úr Tungufljóti sýnir að erfðablöndun hafi orðið frá laxi úr Rangánum. Að öllum líkindum vegna þess að klaklax úr Eystri-Rangá hafi verið notaður til eldis á seiðum til sleppinga í Tungufljót. Eftir fiskrækt í meira en 20 ár er hrygning og uppeldi laxa ofan Faxa enn að mestu bundin við Einholtslæk og Tungufljót neðan við hann. Lágur vatnshiti á efri hluta vatnasvæðisins er takmarkandi fyrir þrif laxaseiða. Í lok skýrslunnar eru gefin ráð til framtíðar um fiskrækt á vatnasvæði Tungufljóts.

Abstract

The enhancement project started in 2014 and was planned for 10 years. The aim was to use enhancement methods to establish a sustainable salmon stock above the Faxi waterfall, previously inaccessible for migrating fish. A monitoring plan was set up to monitor the colonization of salmonids in the area above the fish ladder by the waterfall Faxi. A considerable number of salmon fry, parr and smolts has been released above Faxi. The stocking has increased salmon migration to the river. In the years 2016 to 2023 a total of 163 – 526 salmon were caught by rod annually. According to tagging of smolts stocked in River Tungufljót have given 0.39% recaptures in the Ölfusá-Hvítá riversystem, and there of 0.07% in R. Tungufljót, which is probably an underestimate due to poor tag returns. According to scale analysis, 22.4% of salmon caught in R. Tungufljót were of wild origin or parr releases. Genetic analysis of salmon juveniles and broodfish from R. Tungufljót shows hybridization with R. Rangá salmon. After more than 20 years of fish enhancement, spawning and rearing salmon above Faxi is still mostly confined to the tributary Einholtslækur and R. Tungufljót below Faxi. Low water temperatures in the upper part of the river limits growth and survival of salmon juveniles. At the end of the report advice is given for the future of salmon enhancement in the R. Tungufljót watershed.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 11
Blaðsíður 28
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð Tungufljót, Faxi, lax, urriði, bleikja, seiðarannsóknir, aldur, fiskrækt, heimtur, örmerki, fiskteljari, laxveiði, seiðasleppingar, erfðablöndun
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?