Málstofa 2. mars kl 12:30

Davina Derous Davina Derous

Fimmtudaginn 2. mars kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Davina Derous flytur erindið: Using molecular techniques to find novel health markers in cetaceans / Notkun á nýjum sameindafræðilegum aðferðum við mat á heilsu hvala.

Erindið verður flutt á ensku og streymi verður á YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar.

Ágrip
Samlegðaráhrif manngerðra streituvalda geta haft áhrif á lifun hvala (e. cetaceans). Slíkir áhrifaþættir geta leitt til fjarveru frá mikilvægum búsvæðum og fæðuslóðum sem getur leitt til rofs á fæðunámi, aukið stress, minnkað viðkomu og haft áhrif á hversu mikilli orku er ráðstafað til tímgunar og lifunar. Af þessum sökum getur verið mikilvægt að finna viðeigandi vistfræðilegar mælistikur fyrir heilsu til þess að geta skilið hvernig mismunandi streituvaldar hafa áhrif á lifun og tímgun og þar af leiðandi áhrif á viðkomu hvalastofna. Enn þann dag í dag höfum við ekki nógu skýran skilning á heilsu hvala í vistfræðilegum skilningi, það er að segja, hvernig heilsa hefur áhrif á getu einstaklinga til að lifa af og tímgast. Í þessum fyrirlestri, mun NN einblína á þá vinnu sem unnin hefur verið hingað til, til þess að öðlast meiri skilning á skilgreiningum á heilsu hvala og mati á áhrifum mismunandi streituvalda.

Abstract
Cumulative exposure to sub-lethal anthropogenic stressors can affect the population viability of cetaceans. Such disturbance can cause displacement from critical habitat or feeding grounds, leading to disrupted foraging, increased stress, decreased resilience and impact the amount of energy they invest in reproduction and survival. Identifying ecologically relevant indicators of health is therefore crucial to understand how different and multiple stressors affect survival and reproduction and hence population dynamics in cetaceans. To date, we do not have a clear understand of the notion of health for cetaceans in an ecological context; that is, how health status affects the ability of individuals to survive and reproduce. In the seminar, I will focus on the work that we have done and are doing to classify health and assess the impact of multiple stressors.

Um
Davina starfar sem kennari í umhverfislífeðlisfræði við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi. Hún er með B.Sc. gráðu í næringarfræði frá Vives Háskólanum í hagnýtum vísindum (Brugge Belgíu), og M.Sc. gráðu í næringarfræði og heilsu frá Háskólanum í Wageningen (Hollandi) þar sem hún sérhæfði sig í næringarfræðilegri lífeðlisfræði.

Árið 2013 hóf hún doktorsverkefni sitt við Háskólann í Aberdeen þar sem hún gerði sameindafræðilegar rannsóknir á því hvernig fæðumöguleikar hafa áhrif á mismunandi vefi. Hún hélt áfram að rannsaka þetta viðfangsefni sem ný-doktor við Háskólann í Aberdeen.

Árið 2019 byggði hún upp sinn eigin rannsóknarhóp með það markmið að skoða hvernig breytingar í umhverfi geta haft áhrif á efnaskipti mismunandi tegunda með því að nota sameindafræðileg próf og samanburð við lífeðlisfræðilegar nálganir.

Bio
Davina is currently a Lecturer in Environmental Physiology at the University of Aberdeen, Scotland. She has a Bachelor degree in Dietetics and Nutrition from Vives University for Applied Sciences (Brugge, Belgium) and a Masters degree in Nutrition and Health, specialisation in Nutritional physiology from Wageningen University (the Netherlands). In 2013, she started her PhD at the University of Aberdeen focussing on how changes in food availability can impact changes on a molecular level in different tissues. She continued this work during her post-doc at the University of Aberdeen.

In 2019, she established her research lab and now focuses on how changes in the environment can impact metabolism by using molecular assays and comparative physiology approaches, and this in several species.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?