Málstofa 16. febrúar, kl 12:30

Málstofa 16. febrúar, kl 12:30

Fimmtudaginn 16. febrúar kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Michelle Lorraine Valliant flytur erindið: Juvenile gadoid abundance on maerl (rhodolith) beds in Iceland / Þéttleiki ungviðis þorsktegunda á kóralþörungi (rhodolith) á Íslandi. 
Höfundar
: Michelle Lorraine Valliant1*, Ragnar Edvardsson1 and Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir1
1University of Iceland, Research Centre of the Westfjords, Hafnargata 9b, 415 Bolungarvik, Iceland

Erindið verður flutt á ensku og streymi verður á YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar.

Ágrip
Ofnýting á kóralþörungum (rhodolith – Coralline spp.) er þekkt vandamál og því hafa verið skilgreind verndarsvæði fyrir kóralþörunga meðfram strandlengjum bæði í Atlantshafi og við Miðjarðarhaf. Þrátt fyrir það hefur kortlagning á útbreiðslu kóralþörunga ekki verið fullnægjandi og lítið um rannsóknir á tengslum við dýrategundir, en þó hefur verið sýnt fram á mikilvægt gildi kóralþörunga sem búsvæði fyrir ungviði fiska.

Í þessari rannsókn var bæði kafað og notast við myndavélabúnað til að telja fiska innan um kóralþörungabreiður (einkum, Lithothamnion glaciale and Lithothamnion tophiforme) og á aðlægum sand/malarbotni til samanburðar á þeim tíma sem að 0-grúppu þorskseiði leita til botns. Niðurstöðurnar benda til þess að 0-grúppu þorskaseiði (Gadus morhua) og ufsaseiði (Pollachius virens) væru algeng í kóralþörungabreiðum og tíðara eftir því sem þekjan var meiri. Auk þess virtist talning á ungviði vera meiri með myndavélabúnað fram yfir talningu með köfun. Heilt yfir benda niðurstöðurnar til þess að varðveisla kóralþörunga sé mikilvæg sem búsvæði fyrir ungviði þorsktegunda.

Um höfund
Michelle Valliant er doktorsnemi við Líf- og Umhverfisvísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur unnið við rannsóknir á vistfræði hafs og vatna og á sviði stjórnunar strandsvæða. Í dag hefur hún aðsetur við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Rannsóknarverkefni hennar í doktorsnáminu snýr að því að skoða samhengi fars, atferlis og vistnotkunar hjá ungviði þorsks, ufsa og hjá gönguseiðum bleikju (Salvelinus alpinus) og urriða (Salmo trutta).

Abstract
Maerl (rhodolith) beds (unattached Coralline spp.) have a history of overexploitation and maerl is protected in areas along the Atlantic and Mediterranean Sea. However, maerl distribution in the North Atlantic is not adequately documented and there are few studies on the associated macro fauna although some previous studies have shown that maerl may be a valuable nursery habitat for juvenile fish. In the current study, scuba diving and camera observations were used to count fish within maerl beds (specifically, Lithothamnion glaciale and Lithothamnion tophiforme) and at adjacent sandy/gravel sites at the time of benthic settlement by 0-group gadoids. The results show that 0-group Atlantic cod (Gadus morhua) and saithe (Pollachius virens) were common at the maerl beds and more frequently seen at higher maerl percentage cover. Additionally, more juveniles were seen on cameras than by diver counts. Overall, these results highlight the importance of maerl beds for conservation as young gadoids utilize the beds as nursery grounds.

Profile
Michelle Valliant is a PhD doctoral candidate in the faculty of Life and Environmental Sciences through the University of Iceland. Her background consists of work and research in the fields of marine/aquatic ecology and coastal marine management. Currently, she is based at the Research Centre of the Westfjords, University of Iceland. Her PhD focus is a multi-species approach on sympatric near-shore fish movement, behaviour and ecology of juvenile Atlantic cod (Gadus morhua), saithe (Pollachius virens), and the post-smolt of Arctic charr (Salvelinus alpinus) and brown trout (Salmo trutta).


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?