Ný tegund veiðist við Ísland
Í leiðangri Hafrannsóknastofnunar, sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið nú í lok ágúst, veiddist brislingur í fyrsta skipti við Ísland. Einungis einn fiskur veiddist og var hann 15 cm langur. Fiskurinn fékkst á 20 m dýpi undan Eyjafjallasandi.
25. september

