Opið hús í Ólafsvík

Opið hús í Ólafsvík

Á fimmtudaginn kemur, 9. nóvember, býður starfsfólk Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík í opið hús á starfsstöðinni, Norðurtanga 3, milli kl. 15:30-18:00. Þar gefst gestum kostur á að kynnast starfseminni og rannsóknum sem stundaðar eru á svæðinu.

Fyrir tæpu ári var undirritaður samstarfssamningur milli Hafrannsóknastofnunar og Varar, sjávarrannsóknaseturs við Breiðafjörð. Tilgangur samningsins er að efla rannsóknir í Breiðafirði. Í sumar sameinuðustu starfsstöð Hafrannsóknastofnunar og Vör í húsnæði Varar og starfa þar í dag fimm manns.

Bæjarbúar og nærsveitamenn eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemina. Boðið verður upp á léttar veitingar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?