Málstofa 7. apríl kl. 12:30

Jónas P. Jónasson. Jónas P. Jónasson.

Fimmtudaginn 7. apríl kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Jónas Páll Jónasson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun flytur erindið: Atferli humarsins (Nephrops norgevicus) / The behaviour of the Norway lobster (Nephrops norgevicus).

Fyrirlesturinn verður á íslensku. Glærurnar verða að mestu með íslenskum og enskum texta

Erindi verður streymt á YouTube rás Hafrannsóknastofnunar,
https://www.youtube.com/channel/UCirTCP_aKFKz8LMoFoxWGbA

Ágrip
Leturhumar er mikilvæg nytjategund í hlýsjónum við Ísland. Humarinn dvelur í holum á leirbotni sem hann grefur og viðheldur. Hann er einungis veiðanlegur þegar hann yfirgefur holuna en aflabrögð geta verið mjög sveiflukennd. Hingað til hafa upplýsingar um virkni dýranna einkum byggst á upplýsingum frá veiðum og tilraunum við eldisaðstæður. Atferli leturhumars var kannað haustið 2020 á tveimur svæðum í Jökuldjúpi, á 115 m og 195 m dýpi. Á hvorri slóðinni voru merktir 16 humrar með smáum hljóðmerkjum, límd á bakskjöld dýranna. Á hvoru svæði var sett niður net níu hlustunardufla með 100 m bili, auk straumsjár. Humrarnir voru merktir í lok ágúst og duflin tekin upp í lok nóvember. Upplýsingar bárust frá öllum merkjum en tíu humrar af 16 voru metnir lifandi á hvorum stað. Fjallað verður um atferli og hegðunarmynstur humranna.

The commercially important crustacean Nephrops or Norway lobster is found at muddy grounds in the Northeast Atlantic with the northern distributional limits at the southern waters of Iceland. Nephrops occupies burrows that it constructs and maintains and is only fishable when it leaves its burrow, which can cause great difference in catchability So far information on its behavior has mainly been gathered from fishing or tank experiments. To investigate the behavior of Nephrops, 32 animals were tagged with acoustic tags on two locations in SW Iceland during the autumn of 2020. Nine hydrophones with 100 m distance listened to the animal over a period of three months at each site and acoustic doppler profiler monitored the currents. Information was received from all animals, but 10 our 16 were judged alive on each location. In the talk the behavioral patterns of the Nephrops will be discussed.


Um Jónas
Jónas var ráðinn í stöðu sérfræðings árið 2011 hjá Hafrannsóknastofnun og ber m.a. ábyrgð á og sinnir rannsóknum og stofnmati á leturhumri, hörpudisk og sæbjúgum. Jónas lauk MSc í fiskifræði og PhD gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands.

Jónas has been working as a scientist at MFRI since 2011. He is among other things responsible for research and stock assessment of Norway lobster, Iceland scallop and sea cucumbers. Jónas got an MSc degree in fisheries science and PhD degree in biology from University of Iceland.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?