ESB verkefninu BioProtect hleypt af stokkunum

ESB verkefninu BioProtect hleypt af stokkunum

BioProtect er nýtt verkefni á vegum Evrópusambandsins og hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Verkefnið kemur til móts við þær brýnu áskoranir sem mannlegar athafnir ásamt loftslagsbreytingum hafa haft á sjávarvistkerfin okkar. Matís mun stýra verkefninu í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og er styrkt um 8 milljónir evra. Á næstu fjórum árum munu 18 stofnanir/aðilar frá 8 löndum vinna saman að því að þróa nýstárlegar, sveigjanlegar og mælanlegar lausnir fyrir vistkerfin og leitast við að standa vörð um, endurheimta og byggja upp líffræðilegan fjölbreytileika sjávar í Evrópu, allt frá Atlantshafi til Norður-Íshafs.

Verkefnið mun sameina þessar lausnir í gegnum aðgerðaáætlun hagsmunaaðila (Area-Based Management Decision Support Framework eða ABM-DSF) á fimm mismunandi rannsóknarsvæðum í Evrópu, meðal annars í Noregi, á Íslandi, Írlandi, Azor eyjum og í Portúgal. BioProtect mun taka virkan þátt í samstarfi við hagsmunaaðila til að tryggja skilvirka innleiðingu og nýtingu lausna. Með því að benda á núverandi áskoranir, munu hagsmunaaðilar og almennir borgarar fá tækifæri til að taka þátt í ákvörðunarferlinu, BioProtect er hvatning til að vernda og endurheimta líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi sjávar.

BioProtect er nýsköpunarverkefni sem leggur áherslu á að vekja athygli á nauðsyn alhliða og sjálfbærra lausna til að draga úr neikvæðum áhrifum sem mennirnir jafnt sem loftslagsbreytingar hafa haft á sjávarvistkerfi. Með samstarfi í rannsóknum, nýsköpun og virku samráði, stefnum við á að koma með lausnir sem ekki aðeins varðveita, heldur líka endurheimta líffræðilegan fjölbreytileika“ segir Sophie Jensen, samræmingaraðili BioProtect.

Boðað verður til fyrsta viðburðar þeirra ólíku samtaka sem standa að verkefninu, og verður hann haldinn í Kaupmannahöfn 22. til 24. maí 2024.

Viðburðurinn sameinar alla þá aðila sem að verkefninu standa, og með sameiginlegu átaki skipuleggja þeir næstu skref verkefnisins og hefjast handa við að koma á framfæri áhrifaríkum lausnum um hvernig hægt er að endurheimta líffræðilegan fjölbreytileika og berjast við loftslagsbreytingar.

Hér má finna fréttatilkynninguna á vef Hafrannsóknastofnunar á ensku

Frétt Matís um verkefnið. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?