Sérfræðingur í haffræði

Hafrannsóknastofnun leitar eftir sérfræðingi í haffræði.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þátttaka í ýmsum rannsóknaverkefnum sem tengjast haffræði.
 • Vinna við þverfaglegar rannsóknir með það að markmiði að auka þekkingu á vistkerfum sjávar.
 • Söfnun og úrvinnsla umhverfisgagna.
 • Kynningar á niðurstöðum í ræðu og riti.
 • Þátttaka í rannsóknaleiðöngrum um borð í rannsóknaskipum.

Hæfniskröfur

 • Framhaldsmenntun í haffræði eða skyldum greinum er skilyrði. Doktorspróf er kostur.
 • Reynsla af rannsóknum á sviði haffræði eða skyldum greinum.
 • Reynsla af umsóknum í samkeppnissjóði er kostur.
 • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og lausnamiðuð nálgun.
 • Ríkir samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og hæfni til að vinna í teymi.
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

 • Ítarleg ferilskrá.
 • Afrit af prófskírteinum.
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
 • Tilnefning a.m.k. tveggja meðmælenda.

Sótt er um starfið á Starfatorgi. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.
Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Hafrannsóknastofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Hún heyrir undir matvælaráðuneytið. Stofnunin rekur, auk aðalstöðvar í Hafnarfirði, starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 25.11.2022

Nánari upplýsingar veitir

Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs - hronn.egilsdottir@hafogvatn.is - 695 6705
Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri - berglind.bjork.hreinsdottir@hafogvatn.is - 891 6990

Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?