Ert þú mannauðssérfræðingurinn sem við leitum að?

Ert þú mannauðssérfræðingurinn sem við leitum að?

Sérfræðingur í mannauðsmálum

Hafrannsóknastofnun leitar eftir metnaðarfullum, öflugum og traustum sérfræðingi í mannauðsmálum til starfa sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ráðningar, móttaka og eftirfylgd nýrra starfsmanna.
 • Greiningarvinna, samantektir og úrvinnsla á sviði kjara- og launamála.
 • Kjaramál, túlkun kjara- og stofnanasamninga og eftirlit með framkvæmd þeirra.
 • Upplýsingagjöf til starfsfólks um launa- og kjaramál.
 • Vinnuréttur.
 • Umsjón með tímaskráningum og undirbúningi launavinnslu.
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk í mannauðstengdum málum.
 • Straumlínulaga ferla og verklag er snúa að launa- og mannauðsmálum.
 • Ýmis sérverkefni og önnur tilfallandi verkefni.

 

Hæfniskröfur:

 • Háskólanám sem nýtist í starfi.
 • Framhaldsmenntun á sviði mannauðsstjórnunar eða skyldum greinum.
 • Þekking og reynsla af túlkun kjara- og stofnanasamninga.
 • Þekking og reynsla af þeim lögum og reglum sem gilda um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
 • Þekking á Vinnustund eða öðru sambærilegu tímaskráningarkerfi er kostur.
 • Þekking á Orra launa- og mannauðskerfi er kostur.
 • Reynsla af gagnavinnslu, framsetningu og túlkun tölulegra upplýsinga.
 • Reynsla af launavinnslu kostur.
 • Reynsla af sambærilegum störfum er nauðsynleg.
 • Góð færni og kunnátta í Excel.
 • Hæfni til að koma auga á tækifæri fyrir stafrænni umbreytingu.
 • Þekking og reynsla á að vinna með Power BI eða önnur sambærileg greiningartól.
 • Góð íslensku og enskukunnátta í rituðu og mæltu máli.
 • Nákvæmni, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Rík þjónustulund, jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

 • Ítarleg starfsferilskrá.
 • Sérstakt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjandi sem nýtist starfi.
 • Afrit af prófskírteinum.
 • Tilnefning a.m.k. tveggja meðmælenda.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

Um stofnunina:

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Matvælaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Hafnarfirði en auk þess eru starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 185 manns í fjölbreyttum störfum.

Gildi stofnunarinnar eru: Þekking - Samvinna - Þor

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2024

Nánari upplýsingar veitir
Berglind Björk Hreinsdóttir, berglind.bjork.hreinsdottir@hafogvatn.is

Sími: 891 6990

Nánari upplýsingar hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?