Afrakstur átaksverkefnis um loðnurannsóknir 2018-2022

Photo. Sigurður Þór Jónsson Photo. Sigurður Þór Jónsson

Skýrsla um afrakstur átaksverkefnis um loðnurannsóknir 2018-2022 hefur nú verið birt bæði á íslensku og ensku.

Skýrslan samanstendur af greinum um niðurstöður fjölbreyttra loðnurannsókna. Niðurstöður rannsóknanna voru kynntar á loðnuráðstefnu Hafrannsóknastofnunar í nóvember.

Meginmarkmið þessa verkefnis var að öðlast betri skilning á því hvaða áhrif stórskala tilfærslur í dreifingu og stofnstærð loðnu hefðu haft á mismunandi lífssöguskeið loðnu.

Rannsóknirnar einblíndu m.a. á: langtímabreytingar á dreifingu og lífssögu loðnu; hrygningu og loðnuseiði; fæðu loðnu; afrán á loðnu; og áhrif atferlis og lífeðlisfræðilegra þátta loðnu á mat lífmassa með bergmálsaðferð. Helstu niðurstöður eru kynntar hér sem ítarleg ágrip, eða smá greinar og númeraðar 1–14.

Skýrslurnar

Íslenska: Loðna á tímum umhverfisbreytinga – afrakstur átaksverkefnis um loðnurannsóknir 2018-2022. 

Enska: Capelin in a changing environment. HV2023-43


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?