Safn vísindagreina um loðnu

Safn vísindagreina um loðnu

Hafrannsóknastofnun átti fyrir nokkru frumkvæði að útgáfu sérrits um loðnurannsóknir í alþjóðlega vísindatímaritinu „Reviews in Fish Biology and Fisheries“. Sérritið ber heitið „Loðna á tímum umhverfisbreytinga“ og inniheldur samtals sextán vísindagreinar um líffræði og vistfræði loðnu fjögra helstu loðnustofna heimshafanna, þ.e. stofnunum við Ísland–Austur-Grænland–Jan Mayen (IEGJM), Barentshaf, Nýfundnalands- og Labrador-landgrunninu og í Kyrrahafi við Alaska. Rannsóknirnar beinast meðal annars að breytingum yfir áratugaskeið á útbreiðslu og magni loðnu og sýna breytingar á göngumynstri og atferli sem skipta máli við fiskveiðistjórnun. Þá er ljósi varpað á stofngerð og breytileika í lífsögu stofnanna.

Sjö greinar eftir vísindafólk Hafrannsóknastofnunar

Vísindafólk Hafrannsóknastofnunar eru fyrstu höfundar sjö greina sérritsins. Þær eru hluti af niðurstöðum átaksverkefnis um loðnurannsóknir sem stóð yfir á árunum 2018–2022 sem voru jafnframt kynntar í samantektum í ritröðinni Haf- og Vatnarannsóknir árið 2023, sjá hér. Í vísindagreinunum sjö er meðal annars fjallað um breytileika í lífmassa og stórfelldar breytingar á útbreiðslu loðnustofnsins við Ísland, Austur-Grænlandi og Jan Mayen tvo síðustu áratugi. Rannsóknirnar sýna tengsl þeirra breytinga við lífsferilsbreytingar (Singh o.fl., 2025a), veita nýja innsýn um útbreiðslu og þéttleika lirfa (dos Santos o.fl., 2025) sem og fæðusamsetningu á nýjum fæðusvæðum við Austur-Grænland (Petursdottir o.fl., 2025).

Einnig eru kynntar rannsóknir á áhrifum lóðréttrar dreifingar loðnu á bergmálseiginleika hennar við mælingar á stofnstærð (Silva o.fl., 2025) og rannsóknir á umhverfisaðstæðum á fæðusvæðum stofnsins (Singh o.fl., 2026). Að lokum er í yfirlitsgrein um almenna þekkingu okkar í dag á loðnu og hvaða vinna þurfi að eiga sér stað til að innleiða vistkerfisnálgun við fiskveiðistjórnun á loðnu (Singh o.fl., 2025b).


Til viðbótar við þessar sjö greinar var sérfræðingur stofnunarinnar meðhöfundur að grein um tengsl magn loðnu og eiginleika loðnutorfa yfir fæðutímabil hennar við Austur Grænland (Rodriguez-Tress o.fl., 2026).

Hér að neðan eru tilvísanir í loðnugreinarnar átta sem vísindafólk Hafrannsóknastofnunar kom að:

dos Santos Schmidt TC, Kennedy J, Jónsson SÞ, Óskarsson GJ (2025) Distribution and density of larval capelin (Mallotus villosus) around Iceland and associated environmental conditions. Rev Fish Biol Fisheries 35:1101–1117. https://doi.org/10.1007/s11160-025-09946-7
Pampoulie C, Davoren G, Garrido S, MacKenzie B and Slotte A (2026) Capelin: A key Arctic species on the move. Rev Fish Biol Fisheries 36:23. (Editorial). https://doi.org/10.1007/s11160-025-10032-1

Petursdottir H, Jansen T, Silva T, Jónsson SÞ, Bárðarson B, Singh W (2026) Diet composition and feeding behavior of capelin (Mallotus villosus) in the changing Iceland–East Greenland–Jan Mayen ecosystem. Rev Fish Biol Fisheries 36:3. https://doi.org/10.1007/s11160-025-10022-3

Rodriguez-Tress P, Jansen T, Jónsson SÞ, Neuenfeldt S (2026) Density-dependent aggregation patterns in a small pelagic fish species: the East Greenland capelin. Rev Fish Biol Fisheries 36:12. https://doi.org/10.1007/s11160-025-10014-3

Silva T, Jónsson SÞ, dos Santos Schmidt TC, Bárðarson B, Singh W (2025) Influence of diel vertical distribution and physiology on capelin (Mallotus villosus) target strength measurements. Rev Fish Biol Fisheries 35:1935–1952 https://doi.org/10.1007/s11160-025-09987-y

Singh W, Bjarnason S, Pampoulie C (2025a) Has the displacement of the capelin Mallotus villosus (Müller, 1776) feeding grounds induced a phenotypic response? Rev Fish Biol Fisheries 35:875–892. https://doi.org/10.1007/s11160-025-09937-8

Singh W, Trochta JT, Murphy HM, et al (2025b) Small fish, big implications: considerations for an ecosystem approach to capelin fisheries management. Rev Fish Biol Fisheries 35:1899–1934. https://doi.org/10.1007/s11160-025-09986-z

Singh W, Giorgi E, Jónsson SÞ, Silva T, Våge K (2026) Habitat characterization of capelin along East Greenland: insights from hydrographic conditions and feeding distribution patterns. Rev Fish Biol Fisheries 36:7. https://doi.org/10.1007/s11160-025-10019-y

Sérrit tímaritsins má nálgast hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?