Pamela J. Woods flytur erindi á málstofu

Pamela J. Woods flytur erindi á málstofu

Fimmtudaginn 13. desember mun Pamela J. Woods fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun flytja erindið Innfjarðarveiðar á rækju (Pandalus borealis) við Ísland: stofnmat sem tekur til greina vistfræðilega þætti á málstofu Hafrannsóknastofnunar.

Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 og verður jafnframt streymt á YouTube rás stofnunarinnar.

Erindið verður flutt á ensku og hefst kl. 12:30. Öll velkomin.

Ágrip

Inshore fisheries for the northern shrimp Pandalus borealis in Iceland: a stock assessment including ecosystem effects

Pamela J. Woods
Meðhöfundar eru Bjarki Þ. Elvarsson, Ingibjörg G. Jonsdóttir og Guðmundur Þórðarson  

Almennt hefur reynst erfitt að framkvæma stofnmat og koma fram með ráðgjöf fyrir stofn rækju Pandalus borealis við Ísland þar sem þessi tegund er stuttlíf, upplýsingar um aldursdreifingu eru ekki fáanlegar og þróun stofnstærðar virðist helst tengjast nýliðun. Síðustu tvo áratugi hafa upplýsingar sem safnað er með rannsóknarleiðangrum gefið til kynna að lífmassi rækju hafi minnkað, en þessi þróun hefur leitt til ákvarðanatöku um lokun veiðisvæða. Ástæða minnkaðs lífmassa gæti verið ofveiði en einnig vegna hækkandi hitastigs og aukins lífmassa og afráns þorsks, ýsu og lýsu yfir sama tímabil. Hér verður kynnt aðferðarfræði þar sem stærðardreifing rækju er notuð við að framkvæma stofnmat og þar sem tekið er tillit til hitastigs og afráns. Líkanið, Gad t, verður svo notað til þess að meta núverandi aðferð við fiskveiðistjórnun.

Historically, the assessment and advice for the inshore fishery of northern shrimp Pandalus borealis in Iceland has suffered from difficulties because the species is relatively short-lived, age data are lacking, and population dynamics appear to be recruitment-driven. Within the past two decades, shrimp survey data have showed reductions in biomass levels, leading to a series of fishery closures that are often disputed by stakeholders. Reductions in biomass levels may be a result of past overfishing, but may also result from concomitant increases in temperature or predation by cod (Gadusmorhua), haddock (Melanogrammusaeglefinus), and whiting (Merlangiusmerlangus), whose biomass levels have simultaneously increased within fjords. In this study, we performed a size-structured stock assessment of fjord-specific shrimp populations using Gad t that included the effects of temperature and predation. This model will be used to evaluate the current harvest control rules, given ecosystem effects on shrimp stock dynamics.

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?