Jónas Páll Jónasson flytur erindi á málstofu

Jónas Páll Jónasson flytur erindi á málstofu

Fimmtudaginn 12. apríl mun Jónas Páll Jónasson fiskifræðingur flytja erindið Veiðar á leturhumri - sögulegt yfirlit aflabragða og stofnþróunar á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 og verður jafnframt streymt á YouTube-rás stofnunarinnar.

Málstofan hefst kl. 12:30. Öll velkomin.

Ágrip

Í fyrirlestrinum verður farið yfir sögu veiða á leturhumri sem hófust hér við land í byrjun sjötta áratugarins. Hér er tegundin við norðurmörk útbreiðslu sinnar og hafa aflabrögð og útbreiðsla veiðanna sveiflast nokkuð með hlý og kuldaskeiðum. Hámarksafli náðist árið 1963 þegar 6000 tonnum var landað. Undanfarin misseri hafa humarveiðar við Ísland einkennst af minnkandi afla á sóknareiningu auk þess sem veiðislóðin hefur stækkað og ný svæði numin. Nýliðunarbrestur hefur verið viðvarandi síðan 2005 og rannsóknir benda til þess að nýliðun í humarstofninum verði áfram með lakasta móti.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?