Hafrannsóknastofnun auglýsir tímabundið starf sérfræðings til til tveggja ára. Starfið snýr að rannsóknum og þróun á veiðarfæratækni sem stuðlar að bættri kjörhæfni, minni áhrifum á hafsbotninn og lækkun kolefnisspors. Starfið er hluti af Marine Guardian verkefninu sem styrkt er af Horizon áætlun Evrópusambandsins.
Helstu verkefni
Starfið felur í sér heimildavinnu, skipulagningu funda og að samræma gagnasöfnun meðal fjölbreytts hóps rannsakenda. Einnig skýrsluskrif og vinnu með fulltrúum atvinnugreinarinnar varðandi þróun og nýsköpun í veiðarfærum og tækni. Umsækjandi kemur til með að fá þjálfun við að skipuleggja vinnustofur með hagsmunaaðilum en unnið verður náið með atvinnugreininni við þróun veiðitækni. Ferðalög eru nauðsynleg vegna árlegra funda eða ráðstefna, þjálfunar og til að framkvæma prófanir á veiðarfærum á sjó.
Hæfniskröfur:
- Meistaragráða eða sambærileg menntun í líffræði, verkfræði eða auðlindastjórnun
- Þriggja ára reynsla af vinnu beint með eða innan sjávarútvegs, helst tengd veiðarfærum eða þróun veiðitækni
- Reynsla af vinnu á sjó er mikill kostur
- Reynsla af hagnýtri vinnu við veiðarfæratækni er æskilegt
- Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu/hæfni í gagnagreiningu, gagnavinnslu eða tölvunarfræði
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
- Reynsla af skýrslugerð er kostur
- Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og hæfni til að vinna í teymi.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn skal fylgja:
- Ítarleg ferilskrá.
- Afrit af prófskírteinum.
- Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
- Tilnefning a.m.k. tveggja meðmælenda.
Sótt er um starfið í gegnum Starfatorg www.starfatorg.is og er öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
- Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.
- Hafrannsóknarstofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
- Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.
Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.
Auglýsingin er jafnframt birt á ensku
Um stofnunina
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Atvinnuvegaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki um sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs, vatna og í fiskeldi. Hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 200 manns í fjölbreyttum störfum.
Gildi Hafrannsóknastofnunar eru: Þekking - Samvinna - Þor
Frekari upplýsingar veita:
Jónas Páll Jónasson, sviðsstjóri Botnsjávarsviðs jonas.jonasson@hafogvatn.is
Pamela Woods, Botnsjávarsviði pamela.woods@hafogvatn.is
Sólveig Lilja Einarsdóttir, sviðsstjóri Mannauðs og miðlunar, solveig.lilja.einarsdottir@hafogvatn.is
Upplýsingar eru eingöngu veittar með tölvupósti.