Vistfræðileg viðmið við ástandsflokkun strandsjávar. HV 2022-39

Nánari upplýsingar
Titill Vistfræðileg viðmið við ástandsflokkun strandsjávar. HV 2022-39
Lýsing

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir vistfræðilegum viðmiðum sem hægt er að nota við ástandsflokkun strandsjávar á Íslandi eins og kveðið er á um í lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011. Hér eru lögð fram viðmið þriggja ástandsflokka fyrir strandsjó sem lýsa mjög góðu, góðu og ekki viðunandi ástandi. Lögð var áhersla á að útbúa viðmið fyrir alla líffræði- og eðlisefna­fræðilega gæðaþætti í strandsjó sem Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að nota við ástandsflokkun í fyrsta vatnahring, á árunum 2022 til 2027. Viðmiðunargildi og mörk á milli flokkanna mjög gott og gott ástand byggja á gögnum sem til eru á Hafrannsóknastofnun um viðkomandi gæðaþætti. Mörk á milli flokkanna gott ástand og ekki viðunandi eru að mestu leyti byggð á sérfræðiþekkingu sem tengd eru við aðferðir sem notaðar eru í Noregi og Bretlandi, auk aðferða sem notaðar eru við mat á ástandi sjávar samkvæmt OSPAR. Hér er um að ræða fyrstu nálgun á uppbyggingu ástandsflokkunarkerfis til að nota við mat á vistfræðilegu ástandi strandsjávar við Ísland. Mikilvægt er að endurskoða þau viðmið sem hér eru sett fram eftir því sem meira safnast af gögnum um þá gæðaþætti sem um ræðir og reynsla kemst á þau ástandsviðmið sem hér eru sett fram.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2022
Blaðsíður 41
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Stjórn vatnamála, vatnatilskipun, vistfræðileg ástandsflokkun, vistfræðilegt gæðahlutfall (EQR, nEQR), viðmiðunargildi, gæðaþættir, líffræðilegir gæðþættir, eðlisefnafræðilegir gæðaþættir, strandsjávarvatnshlot, ástandsflokkunarkerfi, ástandsviðmið.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?