Stofnmæling botnfiska að haustlagi 2023: framkvæmd og helstu niðurstöður / Icelandic autumn groundfish survey 2023: implementation and main results. HV2023-46

Nánari upplýsingar
Titill Stofnmæling botnfiska að haustlagi 2023: framkvæmd og helstu niðurstöður / Icelandic autumn groundfish survey 2023: implementation and main results. HV2023-46
Lýsing

Ágrip

Klara Björg Jakobsdóttir, Einar Hjörleifsson, Hlynur Pétursson, Höskuldur Björnsson, Jón Sólmundsson, Kristján Kristinsson og Valur Bogason, 2023. Stofnmæling botnfiska að haustlagi 2023. Framkvæmd og helstu niðurstöður. HV-2023-46.

Gerð er grein fyrir helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska að haustlagi sem fór fram dagana 28. september–24. október 2023. Niðurstöður eru bornar saman við fyrri ár, en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996.

Stofnvísitala þorsks í ár sýnir svipaða þróun og í fyrra, þ.e. hækkun eftir töluverða lækkun árin 2018–2021. Stofnvísitala ýsu er svipuð og í fyrra sem var með þeim hæstu síðan mælingar hófust. Vísitala grálúðu er undir langtímameðaltali en vísbendingar eru um bætta nýliðun. Vísitala gullkarfa er hærri en undanfarin ár en vísitala djúpkarfa hefur verið svipuð en lág í um tuttugu ár. Nýliðun þessara tveggja stofna hefur hins vegar verið léleg um árabil og eru engar vísbendingar um breytingu þar á. Vísitala ufsa er undir langtímameðaltali. Vísitala blálöngu hækkar umtalsvert í mælingunni í ár og vísitala gulllax mælist sú hæsta frá upphafi mælinga. Vísitölur ýmissa tegunda sýna hækkun í ár og má þar nefna þykkvalúru, steinbít, hlýra, löngu, keilu og kolmunna. Vísitala lúðu er sú hæsta sem mælst hefur frá 1996. Vísitölur sandkola, skarkola og hrognkelsis eru með þeim lægstu sem mælst hafa í haustralli. Vísitölur flestra brjóskfiska og annarra djúpfiskategunda hækkuðu eða stóðu í stað frá fyrra ári.

Yngstu árgangar þorsks (þ.e. árgangar 2021, 2022 og 2023) mældust undir meðalstærð í fjölda. Meðalþyngdir 1–4 ára þorsks mældust undir meðaltali áranna 1996–2023 en eldri árgangar reyndust við eða yfir meðaltali. Flestir árgangar ýsu mældust yfir meðalstærð í fjölda en líkt og í þorski var meðalþyngd 1–¬4 ára ýsu undir meðaltali rannsóknatímabilsins.

Fæða þorsks að hausti er fjölbreytt og mismunandi milli stærðarflokka. Hlutdeild loðnu og rækju, sem er mikilvæg fæða þorsks minni en 85 cm, hefur minnkað mikið á síðari árum. Uppistaða fæðu þorsks stærri en 85 cm eru fiskar eins og síld og kolmunni. Algengasta fæða ýsu á þessum árstíma eru ýmis botndýr eins og slöngustjörnur, samlokur, ígulker og burstaormar.

Mælingar á botnhita sjávar sýndi kólnun á minna en 400 m dýpi fyrir norðvestan og norðaustan en hlýnun fyrir sunnan og vestan. Mælingar sýndu einnig hlýnun fyrir sunnan á meira en 400 m dýpi en botnhiti á þessu dýpi og öðrum svæðum stóð í stað eða sýndi merki kólnunar.

Abstract

Klara Björg Jakobsdóttir, Einar Hjörleifsson, Hlynur Pétursson, Höskuldur Björnsson, Jón Sólmundsson, Kristján Kristinsson, og Valur Bogason, 2023. Icelandic autumn groundfish survey 2023 – implementation and main results. HV-2023-46.

This report describes the implementation and main results of the Icelandic autumn groundfish survey (IAGS), carried out 28 September-24 October 2023. This standardized survey has been conducted annually since 1996 and the present results are compared with those of previous years.

The biomass index of cod (Gadus morhua) is similar as in 2022 and has increased after a sharp decline in 2018-2021. Biomass index of haddock (Melanogrammus aeglefinus) is at the highest level in the time series. Biomass index of Greenland halibut (Reinhardtius hippoglossoides) is below long-term average but there is an indication of improved recruitment. The biomass index of golden redfish (Sebastes norvegicus) increased and is above long-term average. The biomass index of beaked redfish (Sebastes mentella) has, since 2002, fluctuated at low levels without any clear trend. The recruitment for these two stocks has been low for more than a decade. The biomass index of saithe (Pollachius virens) is below long-term average. The biomass index of blue ling (Molva dypterygia) showed an increase and the biomass index of greater silver smelt (Argentina silus) is at the highest level in the time series. Indices of other species such as lemon sole (Microstomus kitt), wolffish (Anarchichas lupus), spotted wolffish (Anarhichas minor), ling (Molva molva), tusk (Brosme brosme) and blue whiting (Micromesistius poutassou) increased or were similar compared to previous years. The biomass index of halibut (Hippoglossus hippoglossus) is at the highest level in the time series. Indices of several species indicated decreasing biomass and biomass indices of dab (Limanda limanda), plaice (Pleuronectes platessa) and lumpfish (Cyclopterus lumpus) are at lowest level in the time series. Abundance indices for the majority of chondrichthyans and other non-commercial deep-sea fishes increased or were at similar levels as in the previous year.

Cod abundance indices of the most recent cohorts (i.e. 2021, 2022 and 2023 cohorts) are estimated to be below the long-term average (1996-2023). The mean weight of cod was below the long-term average for 1-4 year-old cod but the mean weight of older fish were at or above the long-term average. Haddock abundance indices were for most cohorts above the long-term average. The mean weight of 1-4 year-old haddock was below the long-term average.

Cod diet is diverse in the autumn and varies between size classes. The quantity of capelin (Mallotus villosus) and northern shrimp (Pandalus borealis), which are important prey for cod smaller than 85 cm, has decreased in recent years. The main food of cod larger than 85 cm are fish such as herring (Clupea harengus) and blue whiting (Micromesistius poutassou). Among haddock, various benthic animals, such as brittle stars, bivalves, sea urchins and polychaetes, are the most common prey at this time of the year.

Bottom temperature showed a decreasing trend in depths above 400 m off NW- and NE-Iceland but an increasing trend off S- and W-Iceland. In depths below 400 m temperature is increasing off S-Iceland but is at same or decreasing levels in the other areas.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Tölublað 46
Blaðsíður 34
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð stofnmæling, stofnvísitölur, haustrall, Íslandsmið, botnvarpa, þorskur, ýsa, ufsi, gullkarfi, djúpkarfi, grálúða, flatfiskar, djúpfiskar, hitastig sjávar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?