Samantekt vöktunar vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna 2022. HV2023-31

Nánari upplýsingar
Titill Samantekt vöktunar vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna 2022. HV2023-31
Lýsing

Ágrip

Sjókvíaeldi á laxi er vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Eldinu fylgja áhættuþættir sem taldir eru geta ógnað stöðu villtra laxastofna hér á landi, t.d. hvað varðar erfðablöndun. Árið 2017 kom út fyrsta útgáfa áhættumats Hafrannsóknastofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi. Samkvæmt lögum um fiskeldi skal uppfæra áhættumatið að minnsta kosti á þriggja ára fresti og uppfært áhættumat því gefið út árið 2020 og væntanleg uppfærsla verður birt síðar á árinu 2023. Í kjölfar þess hefur verið settur aukinn kraftur í vöktun vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna. Vöktuninni má skipta niður í nokkra þætti, vöktun með fiskteljurum, greiningu meintra strokulaxa úr eldi sem veiðast í ám, upprunagreiningu laxa með hreisturrannsóknum og rannsóknir á erfðablöndun. Í skýrslunni er gerð grein fyrir þessum þáttum ásamt helstu niðurstöðum rannsókna fram til ársins 2022.

Abstract

Production of farmed Atlantic salmon in Iceland has increased in recent years. Production of salmon from Norwegian origin in open sea cages poses risk which threatens the status of the wild salmon in Iceland, e.g., in relation to risk of negative effect of intrusion. In 2017, the Marine and Freshwater Research Institute produced a risk assessment on intrusion of farmed Atlantic salmon into Icelandic salmon rivers. The risk assessment will be reevaluated every three years. A monitoring program of potential effect of farmed salmon has been established following the results of the risk assessment. The monitoring program can be divided into several aspects, monitoring with fish counters equipped with camera, identification of potential escapees reported in river fisheries, tracing of origin of salmon using both scale and genetic analysis. The results of the monitoring program are reported annually.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Blaðsíður 36
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð fiskeldi, lax, erfðablöndun, fiskteljari, hreistur, greining á uppruna, áhættumat
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?